Menntamál - 01.12.1967, Page 24
212
MENNTAMÁL
Frú Guðrún Gisladúttir bóka-
vörður hefur flokkað og skrásett
bókasafn S. í. li. samkveemt Deiu-
ey alþjóðalierfinu i bókasafns-
freeðum, cn hún hefur tekið sam-
an, skilgreint og lagað þa’tti úr
þvi að þörfum safnsins og þann-
ig grundvöllinn að sam-
rœmdri skráningu þessa sérsafns
íslenzkra kennara.
Ákveðið er að verja verulegri fjárhæð til kaupa á erlendum
bókum.
Þær bækur, sem nú eru í safninu, nokkuð á þriðja þúsund
eintök, hafa verið skrásettar af l'rú Guðrúnu Gísladóttur
og kunnum við henni beztu þakkir.
Við fögnum þessum vísi að bókasafni, þess er mikil þörl,
og erum staðráðnir í að vinna að því el'tir getu, að það geti
gegnt hlutverki sínu sem bezt. Því hlutverki að veita
starfandi kennurum hagnýta fræðslu og gera þeim hægara
um vik að fylgjast með nýungum í uppeldis og kennslu-
málum.
Safnið á að vera kennurum hvatning og aflvaki í starfi.
Æskilegast væri, að safnið yrði sem fyrst svo mikið og vel
notað, að það sprengdi af sér húsakynnin hér, en þá koma
tímar og þá koma ráð.
Okkur er það sérstök ánægja, að menntamálaráðherra og
fjármálaráðherra gátu komið því við að líta hér inn til
okkar í dag. Þeim llyt ég sérstakar þakkir samtakanna.