Menntamál - 01.12.1967, Qupperneq 28
216
MENNTAMÁL
samtökin skuli vinna að alhliða íramiörum í ujrpeldi barna
á íslandi, og að þau gæti hagsmuna barnakennarastéttar-
innar og stuðli að aukinni menntun hennar.
Stundum virðist sumum bera mest á beinni hagsmuna-
baráttu kennarasamtakanna og er hún vissulega snar þáttur
í starfi þeirra og lilýtur að vera það, en þó mun mála
sannast, að samtökin vilja fyrst og fremst stuðla að farsælum
alhliða íramförum í kennslu og uppeldismálum. Við trúum
því, að þau hafi margt vel gert í því efni, og það er ósk
okkar, að í framtíð auðnist þeim að vinna enn betur að
bættri aðstöðu kennarastéttarinnar og alhliða framförum
í íslenzkum skólamálum.
Ú tldn.
Bækur safnsins eru lánaðar út án endurgjalds. Stjórn S. í.
B. vill taka það sérstaklega fram, að útlán eru ekki bundin
við félaga S. I. B. eina, og er kennurum annarra skólastiga,
svo og nemendur kennaraskólanna og háskólans, hér nteð
boðið að notfæra sér þjónustu safnsins.
Venjulegur lánsfrestur er 30 dagar fyrir lánþega á Reykja-
víkursvæðinu, en 60 dagar fyrir lánþega búsetta annars stað-
ar á landinu. Sé bókunr ekki skilað áður en lánsfrestur renn-
ur út, greiðist dráttareyrir, 1 kr. á bók fyrir hvern dag, sem
fram yfir er. Lánþegar, sem búsettir eru utan Reykjavíkur-
svæðisins og ekki lrafa tök á að sækja útlánsbækur, geta
fengið þær póstsendar sér að kostnaðarlausu.
Bækur, sem eru í útláni, geta lánþegar pantað hjá bóka-
verði.
Glati lánþegi bókum eða eyðileggist þær í hans vörzlu,
skal hann greiða safninu andvirði þeirra að mati stjórnar
S. í. B. Skemmdir á bókum skal lánþegi og bæta að mati
sama aðila.
Eins og fram kemur í ávarpi formannsins, er hér enn