Menntamál - 01.12.1967, Page 30
218
MENNTAMAL
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON jyrrv. skólastjóri:
HugleiSingar um starfsfræðslu
Einhverjar elztu leiðbeiningar um starfsval, sem ég
minnist að hafa heyrt, eru í gömlum húsgangsvísum eftir
Benedikt Gröndal, eldra, þar sem foreldrar ræða um óráðna
framtíð sonar síns.
Húsfreyja hefur orðið og segir:
Heyrðu nú, heillin mín!
Láttu okkar litla nið
læra ltjá skóasmið,
ábatavonin er það fín.
Bóndi svarar og segir, auðsjáanlega allmiklu raunsærri
en kona hans:
Hann er svo kargur, iteilliu mín!
Hann nennir ekki neitt að gera.
Látum strákinn stúdíera.
Mikið vatn er runnið í sjó og margt breytt, síðan þessi
heiðurshjón voru að ræða um framtíð sonar síns, hæfileika
hans og væntanlega ábatavon í starfi, og fleira um að velja
og fleiri úrræði lyrir kargan letingja til sæmilegrar af-
komu en langskólanám eða vandasamt iðnaðarstarf.
Sú breyting mun þó skipta mestu máli, að nú eru það
sjaldnast foreldrarnir, sem segja síðasta orðið um endan-
legt starfsval hans, heldur sjálfur niðurinn, og ber hann
því einn ábyrgð á, hvernig ti) tekst.