Menntamál - 01.12.1967, Side 35
MENNTAMÁL
223
Að þessu athuguðu bar að fagna því framtaki hins ný-
skipaða námsstjóra að hlutast til um, að út yrði gefin náms-
bók í starfsfræði.
Bók þessi kom út hjá Ríkisútgáfu námsbóka 1966 og er
prentuð sem handrit. Hana höfðu tekið saman þeir Krist-
inn Björnsson sálfræðingur og Stefán Ólafur Jónsson náms-
stjóri. Bók þessa nefndu höfundar Starfsfrœði handa gagn-
frœðasliólnm. Leiðbeiningar um náms- og stöðuval.
í formála segjast höfundar hafa stuðzt við danska kennslu-
bók, Fremtid med plan, eltir þá Sögárd Jörgensen og Kai
Sörensen. Þeir munu að ýmsu leyti vera brautryðjendur
starfsfræðslunnar í Danmörku, og voru þeir báðir kennar-
ar á fyrsta starfsfræðslunámskeiðinu, sem hér var haldið,
1963.
Starfsfræðinni fylgdu verkefni til úrvinnslu fyrir nem-
endur. Eru þau ætluð til að gera kennsluna starfrænni og
nemandann virkan í leit sinni að því starfssviði, sem líklegt
er að honum henti, eins og komizt er að orði í formála með
verkefnunum.
Bók þeirra félaga, Kristins og Stefáns, skiptist í eftirtalda
meginkafla: Þróun verkmenningar, atvinnusaga Islands,
margt er um að velja, (upptalning 10 ólíkra starfshópa og
nefnd nokkur störf, sem einkennandi eru fyrir hvern starfs-
hóp), vinnustaðurinn og aðstæður þar, þar með talin laun
og lífskjör, og hvað átt þú að velja.
Þessi síðasti kafli greinist í aðra smærri, og skulu jDeir hér
upptaldir, svo sjá megi, hversu margþætt starfsfræðin er og
ólík öðrum kennslugreinum: áhugi, hæfileikar, þekkiug,
hátterni og skapgerð, heilsufar, fjölskyldusjónarmið og fjár-
hagur. Athugun á þessum þáttum starfsvalsins nefna höf-
undar sjálfsmat. Eru þar fólgnar ýmsar ábendingar um,
hvernig hægt er að þekkja sjállan sig og eigin aðstæður.
Lokakaflar bókarinnar Ijalla svo um vandann, sem fylgi
vali hverju, að ekki sé nóg að hafa aðeins eitt í huga, leið-
beiningar um starfsval og hæfniprófanir og bráðabirgða-