Menntamál - 01.12.1967, Page 40
228
MENNTAMAL
Fyrirlesari ai íslands hálfu var Jón Hjálmarsson, skóla-
stjóri Skógaskóla. Erindi hans hét Skólinn og fósturjörðin.
Fékk það góðar undirtektir. Einkum vakti athygli sá þátt-
ur ræðu hans, er fjallaði um gildi og þýðingu þjóðtungu
fyrir sjálfstæða þjóð.
Magnús Jónsson, skólastjóri, flutti yfirlit yfir íslenzka
iræðslukerfið, lýsti skólahaldinu eins og það er í dag, og
gerði grein fyrir þeim breytingum, sem verið er að fram-
kvæma eða eru væntanlegar á næstunni vegna tilkomu
nýrra laga.
Þátttakendur af íslands hálfu voru:
Jón Hjálmarsson, skólastjóri Skógaskóla.
Gunnlaugur Sigurðsson, kennari frá Reykjaskóla.
Magnús Jónsson skólastjóri, Reykjavík.
ÓH V. Einarsson, iðnskólakennari, Reykjavík.
Olgeir K. Axelsson, iðnskólakennari, Rvík.
Sigrún Jónsdóttir, gagnfræðaskólakennari, Reykjavík.
L.F.S.K. auglýsti námskeiðið tvívegis og útvegaði og
veitti styrki. Menntamálaráðuneytið veitti þrjá styrki, 12
þús. kr. styrk til fyrirlesarans og tvo styrki til kennara að
upphæð 5 þús. kr. hvorn. L.F.S.K. veitti tvo fimrn þúsund
króna styrki, svo að af þeim sex kennurum, sem sóttu nám-
skeiðið, fengu fimm nokkurn styrk.