Menntamál - 01.12.1967, Page 41
MENNTAMÁL
229
INGI KRISTINSSON
skólastjóri:
I.F.T.A. þingið í
Kaupmannahöfn
Dagana 25. til 28. júlí s. 1. var árlegt þing alþjóðasamtaka
barnakennara haldið í Kaupmannahöfn.
Alþjóðasamtök barnakennara (The International Feder-
ation of Teachers’ Association, I. F. T. A.) voru stofnuð
árið 1926, en þetta þing var hið 36. í röðinni. Dönsku kenn-
arasamtökin sáu um þingið, sem haldið er á víxl í aðildar-
löndunum, og völdu Kennaraháskólann sem fundarstað.
Undirbúningur og aðstaða til fundarbalda var með ágætum.
Þingið sóttu nál. 100 fulltrúar frá 20 löndum.
Forseti samtakanna til næstu tveggja ára var einróma
kjörinn P. A. Andersen frá Danmörku, en það er í fyrsta
sinn, sem Norðurlandabúi skipar það sæti. Akveðið var, að
næsta þing skuli haldið í Dublin á írlandi að sumri.
Aðalumræðuefni þingsins var, hvað þyrfti að gera til
þess að kennsla í barnaskólum mætti verða sem árangurs-
ríkust og námið sem notadrýgst fyrir nemendur. Auk þess
flutti skólastjóri Kennaraskólans danska, prófessor Harald
Torpe, greinargott erindi um skólann og hlutverk hans.
Umræður beindust einkum að ályktun alþjóðanefndar,
sem kom saman í París haustið 1966 á vegum Unesco til
þess að fjalla um stöðu kennarastéttarinnar í þjóðfélaginu,
nánar tiltekið eftirfarandi greinar: