Menntamál - 01.12.1967, Blaðsíða 44
232
MENNTAMAL
að leyniþjónustan þar í landi (C. I. A.) stæði á bak við Vern-
on sjóðinn, sem W. C. O. T. P. (alþjóðasamtök kennara, sem
I. F. T. A. er deild í) hafa fengið um 80%- af rekstrarfé sínu
frá. Þetta mál hefur síðan verið mjög á dagskrá hjá aðildar-
félögum I. F. T. A. og var einnig tekið til umræðu á þinginu.
Eftirfarandi ályktun var gerð um málið:
Fulltrúar kennarasamtaka þeirra, sem mynda I. F. T. A.,
samþykkja á aðalráðstefnu í Kaupmannahöfn, dagana 25. til
28. júlí 1967, að halda fast við sjálfstæði samtakanna og
félagslegt frelsi til þess að láta í ljós skoðanir sinar. Samtökin
hafa miklar áhyggjur af uppruna fjármagns, sem WCOTP
hefur verið látið í té, og gefur fulltrúum I. F. T. A. á þingi
WCOTP í Vancouver umboð til:
a) að afla greinilegra og nákvæmra upplýsinga um uppruna
og notkunarskilmála fjármagns þess, sem fengizt hefur
í forrni styrkja.
b) að athuga, hvaða leiðir séu WCOTP færar til öflunar
fjár vegna starfseminnar, svo að allir megi vel við una.
Þingið gefur framkvæmdanefnd I. F. T. A. unrboð til að
skýra kennarasamtökum aðildarríkjanna frá málinu og setja
það á dagskrá næsta þings.
Landssamband
Framhaldsskólakennara
minnir á, að skrifstofa sambandsins að Laufásvegi
25 er opin mánudaga, fimmtudaga og föstudaga frá
kl. 4—6 síðdegis, sími 12259.