Menntamál - 01.12.1967, Page 45
MENNTAMÁL
233
Stefnt að aukinni kennaramenntun
í Noregi
Námsskrárnefnd í'yrir kennaraskólana skilaði í sumar tiI-
lögum um tilhögun kennaranámsins. í Norsk Skoleblad birt-
ist þann 19. ágúst s. 1. viðtal við Evu Nordland dósent, sem
var formaður nefndarinnar og er jafnframt formaður í
Lærerutdanningsrádet.
— Álitið fjallar aðallega um grundvallaratriði í samsetn-
ingu námsskrár lyrir kennaraskólana, segir frú Nordland í
viðtalinu.
— Þar er tekin alstaða til efnisinnihalds hinna mismun-
andi námsleiða, ennfremur vinnuaðferðanna í kennara-
skólanum, tilhögun skólastjórnar og ýmissa spurninga um
hæfni og réttindi. Að áliti nefndarinnar verður að greiða
úr nokkrum flóknum vandamálum, áður en hægt er að semja
nokkra námsskrá. Og slík námsskrá verður síðan að vera í
stöðugri endurskoðun í samræmi við útþensluna í skóla-
kerfinu.
Við teljum að kennaraskólinn hljóti að vera sú mennta-
stofnun, sem framar öðrum eigi að sjá níu ára skólanum
fyrir kennurum. Jafnframt verður þar að sjálfsögðu rúm
fyrir kennara með menntun frá háskóla og fagskólum. Við
teljum einnig, að á öllum bekkjarstigum sé þörf fyrir kenn-
ara með sérmenntun í einstökum námsgreinum. Kennara-
menntun fyrir níu ára skóla ber einnig að bjóða þeim, sem
ekki hafa stúdentspróf, og það á ekki að vera neitt djúp
staðfest milli kennara með og án stúdentsprófs. Þess vegna
telur nefndin, að tvö fyrstu námsárin í kennaraskóla eigi