Menntamál - 01.12.1967, Síða 48
236
MENNTAMÁL
VerkfallsvopniS í höndum
finnskra kennara
Tími bænaskránna er liðinn í Finnlandi. Þann 7. marz
1967 undirrituðu finnsku kennarasamtökin, Suomen
Oppettajain Liitto og Finlands Svenska Folkskollararför-
bund fyrstu reglulegu kjarasamninga sína við ríkisstjórnina
— og var sérstakt ákvæði um samnings- og verkfallsrétt tekið
inn í jjá.
Forsaga málsins er Jaessi: Vorið 1965 settu finnsku kenn-
arasamtökin fram kjarakröfur sínar, en í rúmlega hálft
annað ár fengust vinnuveitendurnir ekki einu sinni til að
ræða um jrær á jafnréttisgrundvelli. Svo lengi má brýna deigt
járn, að það bíti. Samtökin tóku þá ákvörðun að boða til
verkfalls, þótt þau hefðu ekki lagalegan rétt til slíkra að-
gerða. Verkfallið var boðað 11. og 12. febrúar og átti að
hefjast 7. marz.
Ástandið í kaupgjaldsmálunum var þannig: Byrjunarlaun
barnakennara voru 838, 865 og 890 mörk á mánuði eftir
verðlagssvæðum og hámarkslaunin 1.083, 1.115 og 1.148. 1
borgum og [réttbýli voru greiddar staðaruppbætur, sem
námu 7—25% af launum. Kennurum í dreifbýlinu er lagður
til embættisbústaður og var leiga 100 m2 íbúðar, byggðrar
1957, 130 mörk á mánuði. Kennaranum var skylt að búa í
embættisbústaðnum, jafnvel ])ótt kostur væri á betra og
ódýrara húsnæði í grenndinni.
Kröfur kennarasamtakanna voru jressar: Hækkun um 2
launaflokka, aldurshækkanir eftir 5 ára og 10 ára starf, af-
nám skyldu til að búa í embættisbústöðum og lækkun leig-
unnar um 30%.
Ríkisstjórnin bauð 80% kennaraliðsins eins flokks hækk-
un en ]dví var hafnað, og þrátt fyrir verkfallsboðunina gerð-