Menntamál - 01.12.1967, Side 55
MENNTAMAL
243
Framhaldsdeildin tekur til starfa
Viðfangsefni: Sérnám kennara afbrigðilegra barna.
Skólastjóri Kennaraskóla íslands, dr. Broddi Jóhannesson,
skýrði frá því á blaðamannafundi þann 6. des. s. 1., að ákveð-
ið væri, að framhaldsdeild skólans taki til starfa næsta haust.
Deildinni er ætlað að veita framhaldsfræðslu á bóklegum
námssviðum almennu kennaradeildarinnar, svo sem í tungu-
málum: íslenzku, ensku og dönsku; uppeldidsgreinum: upp-
eldisfræði, sálarfræði, kennslufræði og kennsluæfingum, Jrar
með talinni sérkennslu afbrigðilegra barna, kristnum ftæð-
um og siðfræði\raungreinum: stærðfræði, náttúruvísindum
og landafræði og sögu. Ennfremur mun deildin leiðbeina
starfandi kennurum við störf og rannsóknir og kynna fræði-
legar og verklegar nýjungar með námskeiðum og fyrirlestr-
um, eftir Jiví sem föng verða til.
Forsaga málsins.
Með lögum um Kennaraskóla íslands nr. 23/1963, er svo
fyrir mælt, að Kennaraskólinn skuli starfa í 6 deildum,
almennri. kennaradeild, kennaradeild stúdenta, mennla-
deild, framhaldsdeild, undirbúningsdeild sérnáms og handa-
vinnudeild, auk Æfinga- og tilraunaskóla.
Framkvæmd laganna hefur yfirleitt farið eftir áætlun,
menntadeildin tók til starla s. 1. haust, og stunda þar nám
28 nemendur, er Jrreyta munu stúdentspróf á vori komanda.
Það var ætlun Kennaraskólans og yfirstjórnar hans að liefja
Jiá einnig kennslu í framhaldsdeildinni. Með því hefði verið
stigið fyrsta skrefið til að staðfesta menntun íslenzkra kenn-
ara á akademisku stigi.
Stjórn skólans hugði, að auðveldast og brýnast myndi að