Menntamál - 01.12.1967, Page 57
MENNTAMÁL
245
Reykjavík, hefur gert sundurliðaða áætlun um nám lestrar-
kennaranna, en Magnús Magnússon skólastjóri og Þorsteinn
Sigurðsson ritstjóri hafa gert áætlun um nám kennara tor-
næmra barna.
Drög að námsskipan.
Kennsla mun hefjast í septemberbyrjun og lýkur í maí-
lok. Þessar 36 kennsluvikur skiptast í þrjár annir og verða
kennslustundir alls 640.
Námskeiðið tekur til tveggja meginviðfangsefna:
A. Kennsfu tornæmra barna.
B. Lestrarkennslu og greiningar lestrarörðugleika og
meðferðar á þeim.
Aukagreinar í báðum flokkum:
1) Skriftarkennsia.
2) Reikningskennsla.
3) Erlent mál.
Bóklegt nám:
1. Sálarfræði og tölfræði. Í00 stundir.
Vandlega lesnar vafdar bækur og rit í almennri sálarfræði,
þróunarsálarfræði og uppeldissálarfræði, 1000—1400 bls. Allt
efnið sameiginlegt í báðum flokkunum.
2. Kennslufræði lestrar, reiknings og skriftar. 110 stundir.
Lesnar bækur og rit um sálarfræði og kennslufræði lestr-
ar, skriftar og reiknings, 800—1000 bls. Um það bil helming-
ur efnisins er sameiginlegur í báðurn flokkum.
3. Sálar- uppeldis- og kennslufræði afbrigðilegra barna
ásamt sálsýkisfræði. 110 stundir.
Lesnar 800—1000 bls. Um jrað bil helmingur efnisins er
sameiginlegur í báðurn flokkum.
4. Lög og reglur. 10 stundir.
5. Erlent mál. 50 stundir.
Verklegt nám:
Áheyrn og æfingar. 160 stundir.
í drögum þeim að námsskipan, sem að framan greinir,