Menntamál - 01.12.1967, Síða 60
248
MENNTAMÁL
Við tökum upp
hægri umferð
Stefán
Ólafur
265.1968
Jónsson
segir frá undirbúningi
Eins og kunnugt er á aö breyta úr vinstri umferð í hægri
hér á landi þann 26. maí n. k. Fræðslumálastjórn tilnefndi
nýlega 3 fulltrúa af sinni hálfu í nefnd til að annast nauðsyn-
legan undirbúning að fræðslustarfi í skólum vegna breyt-
ingarinnar. Menntamál leituðu af því tilefni til formanns
nefndarinnar, Stefáns Ólafs Jónssonar námsstjóra, og báðu
hann um að segja í stuttu ntáli frá hlutverki skólanna í þessu
starfi.
— Við breytinguna skapast tímabundin slysahætta, ef ekki
eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að mæta henni, sagði
Stefán Ólafur.
— Markmiðið með aukinni umferðarfræðslu í vetur er að
reyna að tryggja hverjum vegfaranda eigi minna öryggi í
umferðinni eftir breytinguna en fyrir liana. Skólafólk er
um það bil fjórðungur vegfarenda, jiað er því mikilvægt að
auka umferðarfræðsluna í skólunum, ekki sízt með tilliti
til jiess, að stór hluti nemenda er ekki fær um að tileinka sér
þá fræðslu, sem almenningi er veitt.
— Nefndin hefur gert áætlun um fræðslustarfið, sem skipt
er í fjóra áfanga, þá hefur skólunum einnig verið skipað í
flokka með tilliti til J^roska nemendanna. Greinargerð um
Jretta hefur þegar verið send skólunum, sömuleiðis hafa
verið haldnir 2 fundir með skólastjórum, annar í Reykjavík
hinn á Akureyri. Enn má nefna Jrað, að lítill bæklingur,
Urnferð i myrkri, hefur verið sendur kennurum barnaskóla