Menntamál - 01.12.1967, Page 63
MENNTAMÁL
251
Frá samtökunum
Kennarasamband Austurlands.
Aðaljundur Ken?iarasambands Austurlands var haldinn í hinum
nýju og glæsilegu húsakynnum heimavistarbarnaskólans að Hallorms-
stað liinn 24. september s. 1. að afloknu námskeiði í kennslutækni.
Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Rúnar Brynjólfsson og
Ólafur Proppé, kennarar við Öldutúnsskólann í Hafnarfirði. Sýndu
þeir einnig margvísleg kennsfutæki. Hlutu þeii' félagar einróma jjakk-
læti austfirzku kennaranna lyrir góðar og skipulegar leiðbeiningar.
Á fundinum mættu einnig Skúli Þorsteinsson, námsstjóri Austur-
lands, Gestur Þorgrímsson, fræðslufulltrúi hægri umferðar og Sigurður
Blöndal, skógarvörður á Hallormsstað.
Skúli flutti erindi um þjóðernið, skólann og uppeldið. Var á þing-
inu samþykktur fullkominn stuðningur við tillögu, sent samþykkt var
um þessi mál á uppeldismálaþingi, er haldið var í Reykjavík í júní-
byrjun þ. á.
Gestur Þorgrímsson sagði frá störfum framkvæmdanefndar hægri
umferðar og sýndi skuggamyndir. Sagði hann, að reynt yrði að fá
skólana til að taka þátt í þeirri kynningarherferð, sem gerð verður,
áður en lögin um hægri urnferð taka gildi, en það verður væntanlega
kl. 7 að morgni liinn 2(i. maí næsta vor.
Sigurður Blöndal flutti erindi um skógrækt, og að því loknu var farið
í kynnisför um Hallormsstaðaskóg.
Kaupfélag Héraðsbúa bauð þátttakendum til kaffidrykkju í Vala-
skjálf að aflokinni ferð umhverfis Löginn.
Aðalfund KSA setti Guðjón Jónsson, skólastjóri Hallormsstað,
formaður sambandsins. Skipaði hann Ármann Halldórsson, kennara
Eiðunt, fundarstjóra og Svein Guðmundsson ritara.
Síðan var skýrsla stjórnarinnar tekin fyrir og lesnir npp reikningar
sambandsins. Helzta starf stjórnarinnar á árinu var undirbúningur
þessa fundar og námskeiðsins, sent stóð yfir dagana 22. og 23. sept.
Þingið var vel sótt, og létu kennarar vel af dvölinni á Hallormsstað.
í stjórn KSA eru nú:
Sólmundur Jónsson, skólastjóri Stöðvarfirði, Þórólfur Friðgeirsson,
skólastjóri Búðum og Magnús Stefánsson, kennari Búðum.