Menntamál - 01.12.1967, Page 68
256
MENNTAMÁL
skólastjórum borgarinnar bréf, þar sem þeim er bent á, að mælist
þeir til þess við kennara, að þeir sæki námskeið í ágúst, sem ein-
göngu eru lialdin í þágu skólanna, álítur hún, að þeim beri að sjá
til þess, að greiðsla komi fyrir til þeirra, sem verða við þeim til-
mælum.
S.B.R. hefur liaft samvinnu við S.I.B. um þetta mál og vinnur
nefnd skipuð af þessum aðilum að lausn þess.
Þá liélt stjórn S.B.R. fund með kennurum hinna svonefndu hjálp-
arbekkja. Þrjátíu og fjórir kennarar komu á fundinn. Þorsteinn
Sigurðsson kennari hafði framsögu á fundinum og rakti þar gang
sérkennslumála afbrigðilegra barna.
Stjórnin hélt síðan fund með skólastjórum barnaskólanna í
Reykjavík, þar sem rætt var um stöðu afbrigðilegra barna og kenn-
ara þcirra. Skólastjórarnir voru fúsir til samvinnu um þetta mál,
og að gera það, senr í þeirra valdi stæði, til að íarsæl lausn fengist.
Stjórn S.B.R. er núna þannig skipuð: Pétur Sumarliðason, for-
maður, Guðríður Þórhallsdóttir, varaformaður, Tómas Einarsson,
ritari, Þorvaldur Óskarsson, gjaldkeri, og Friðbjörg Haraldsdóttir,
meðstjórnandi.