Menntamál - 01.12.1967, Side 70
258
MENNTAMÁL
kennari utan daglegs starfstíma samkv. ósk skólastjóra að
félagsmálum nemenda, skal greiða fyrir það sem yfirvinnu."
6) Samningurinn um kaffitíma kennara er nú tekinn orð-
réttur inn í Kjaradóm. Þykir rétt að birta hann hér í heild:
Kaffitímar verði 15 mínútur árdegis alla daga vikunnar og jafn-
langur kaffitími síðdegis í þeim skólum, sem starfa a. m. k. tvær
kennslustundir eftir kl. 13. Til kaffitíma verði varið 10 minútna
frímínútum og 5 mínútum af aðliggjandi kennslustund, sem verði
stytt sem því nemur skv. ákvörðun skólastjóra og kennarafundar.
Þeir, sem gegna vörzlu eða kennslu í kaffitíma, fái hann greiddan
sem i/3 úr kennslustund með yfirvinnukaupi.
7) Tvö ný ákvæði eru í 7. gr. dómsins varðandi yfir-
vinnu svohljóðandi:
a) „Samanlagður I jöldi eftirvinnustunda starfsmanns get-
ur aldrei verið meiri en 10 stundir á viku.“
b) „Greiða skal hluta af kennslustund, er gengur yfir á
eftirvinnutímabil þannig, að hverjar 5 mínútur unn-
ar í yfirvinnu greiðist eftir því sem við á með 1 /8 eða
1 /9 launa fyrir kennslustund."
Eins og sést af þessari upptalningu eru þessar breyting-
ar ekki stórvægilegar. Kjaradómur hefur ekki fallizt á kröf-
ur kennarasamtakanna að neinu marki, og hefur jafnvel
skert kjcir kennara varðandi daglegan vinnutíma. Það er
skoðun stjórnanna, að leita verði úrskurðar réttra aðila um
nokkur atriði hins nýja dóms, og mun það verða gert eins
ll jótt og kostur er að lokinni lögfræðilegri athugun.
Jalnframt er mælzt til þess við alla kennara, að Jreir
kynni sér eins vel og kostur er launa- og starfskjör sín, leiti
upplýsinga hjá skrifstofum samtakanna, ef eitthvað er óljóst
eða grunur leikur á því, að hlutur Jreirra sé skertur.
Reykjavík, í des. 1967.
Stjórn Landssambands jramhaldsskólakennara.
Stjórn Sambands íslenzkra barnakennara.