Menntamál - 01.12.1967, Síða 73
MENNTAMÁL
261
Umsagnir um bækur
Matthias Jónasson: MANNLEG GREINI). — Þróunarskilyrði
hennar og hlutverk í siðmenntuðu þjóðfélagi, 304 bls.
Mál og menning, 1967.
l’etta er niikið fræðirit og ekki fljótlesið. Langt mál þyrfti
til að gera því viðhlítandi skil, og verður hér að nægjast við
stntta umsögn.
Bókin greinist í 20 kafla, sem raðað er saman í fjóra þætti.
Rúmlega 20 töflur eru í bókinni, 14 línurit og nokkrar
myndir.
í fyrsta þætti, sem nær yfir þriðjung ritsins, leitast höf-
undur við að skýrgreina og afmarka greindarhugtakið. Þar
er skilið á milli eðlisávísunar og greindar. Fjallað er um gerð
og starfsemi heilans og reynt að leiða getum að sambandi
heilastarfsemi og greindar. Raktar eru kenningar um þróun
greindar og sérkenni hennar. Þá er litið á greind sem þátt
í „heildgerð“ sálarlífsins, auk nokkurra atriða annarra, sem
einnig eru rædd í þessum þætti.
Efnissvið þessa þáttar er vissulega alls áhuga vert og gagn-
legt mjög að fá það í einni lteild á íslenzku, því að mér vit-
anlega er þetta fyrsta tilraunin í þá átt. Ekki er ég þó sáttur
við tök höfundar á efninu. Dr. Matthíasi virðist ekki láta
vel að endursegja kenningar annarra. í hans munni verða
þær býsna háspekilegar, tormeltar og óaðgengilegar. Málfar-
ið á þessum hluta bókarinnar er æði uppskrúfað og tyrfið,
svo að stundum verður mikil raun að. Mér er spurn, hvern-
ig gamall Vestfirðingur fer að því að afneita móðurmáli
sínu svo rækilega.
Því verður þó ekki með neinni sanngirni neitað, að margt