Menntamál - 01.12.1967, Side 76
264
MENNTAMÁL
Það þykir mér ennfremur einkennilegt, að höfundur
skuli aðeins sjá tvær aðalleiðir til eflingar æðri menntunar,
þ. e. annars vegar að draga úr menntunarkröfunum, svo að
nemendur með minni greind (en grv. 122) geti staðizt þær,
— og hins vegar að hagræða námsbagganum betur á herðum
nemandans, eins og hann orðar það. Eg hefði haldið, að
þriðja leiðin væri ekki þýðingarminni: að leitast við að efla
greindarþroska barnsins með örvandi og hollu umhverfi frá
fyrstu tíð. Höfundur bendir einmitt sjálfur á það fyrr í
bókinni, hversu greindin er háð umhverfi sínu. Þykir mér
því á skorta, að hann fylgi þessu sjónarmiði eftir og tengi
það betur uppeldismálunum í heild sinni.
Eitt atriði vildi ég enn nefna. Hvað eftir annað talar höf-
undur um kröfur viðfangsefnisins og hlýðni við lögmálið.
Hann ræðir ennfremur um einbeittan, marksækinn vilja,
og mikið er um það rætt að beygja sig undir þetta eða hitt.
Af orðum hans mætti ætla, að allir góðir nemendur stikuðu
áfram á námsbrautinni með samanbitnar tennur og gífur-
legt viljaþrek í brjósti sér. Þessi sálarfræði þykir mér nokk-
uð skrítin, og held ég satt að segja, að hún sér höfundinum
nokkuð persónuleg. Mér hefur ávallt skilizt, að heilbrigðir
nemendur hefðu ánægju og yndi af að læra, ef námsefnið er
við þeirra hæfi og rétt framborið. Nám er þáttur í lífi hvers
manns, og falli það ekki eðlilega og áreynslulítið áð geði
hans, er eitthvað bogið við heilbrigði nemandans, uppeldi
hans eða kennsluhætti.
Þó að hér hafi borið mest á aðfinnslum og athugasemd-
um, geng ég Jtess ekki dulinn, að bók þessi er um margt hið
merkasta rit, sem skólamenn munu oft þurfa að líta í. Hún
er og mjög vönduð að öllum frágangi, og hefur bersýnilega
ekkert verið til sparað um útgerð hennar.
Sigurjón Björnsson.