Menntamál - 01.12.1967, Side 77
MENNTAMAL
265
SÍMON JÓH. AGÚSTSSON: SÁLARFRÆÐI. - Drög að al-
mennri og hagnýtri salarfræði. ITlaðbúð, 1967.
Símon Jóhannes Ágústsson prófessor hefur sent frá sér bók
í sálarfræði, kom hún út í hyrjun árs 1967. Er þessi bók
hyggð á fyrri bók sama höfundar Hagnýtri sálarfrœði, en sú
bók var samin út frá Mannþekkingu, sem kom út 1945.
Óþarft er að orðlengja um þessar fyrri bækur höfundar, hafa
þær náð verðskulduðum vinsældum, auk þess sem þær hafa
verið notaðar við kennslu í æðri skólum.
Þekking almennings á sálarfræði var svo til engin liér
á landi, áður en prófessor Símon tók að rita um þau mál,
og hafa því rit hans gegnt og gegna mikilvægu hlutverki
í íslenzkri menningu.
Bókin Sálarfræði, sem ég ætla að fara um nokkrum orðum,
er allmiklu stærri en Hagnýt sálarfrœði (um 160 bls. stærri),
og gefur heiti hennar nokkuð til kynna þá áherzlubreytingu,
sem átt hefur sér stað: meðferð almennra sálfræðilegra við-
fangsefna er gefið meira rúm, án þess þó að hin hagnýtu
sjónarmið séu sett hjá.
Til dæmis um þetta nefni ég l'yllri sögulegri meðferð á
sögulegum aðdraganda ýmissa uppgötvana, svo sem í sam-
bandi við þróun sálarfræðinnar á ýmsum sviðum eins og í
sambandi við grundvallaraðferðir, dáleiðslu, draumkann-
anir og djúpsálarfræði. Enn fremur er nýr kafli um atferðis-
vaka, þar sem fjallað er um eðlishvatir, tilfinningar og vilja-
líf.
Eins og segir í formála er mikil gróska í sálfræðirannsókn-
um. Höfundur hefur því einnig margar nýjungar fram að
læra. Nefni ég þar t. d. nýjar draumarannsóknir, nýjar leiðir
í persónuleikakönnun og sállækningum.
Bók þessi er því að mörgu leyti ný, þó að mikið af því,
sem er í Hagnýtri sálarfrœði, sé þar einnig með. Fimm nýir
kaflar eru í bókinni: Dáleiðsla, Draumar, Atferðisvakar,
Framburður vitna, Afbrigðileg þróun persónuleikans.