Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 8
234
MENNTAMÁL
verið, þótt það hafi bakað þeim fjárútlát og óhagræði. Tæp-
lega er samt þess að vænta, að þeir geti setzt að námi, árlangt,
kauplausir. Hafa skapazt nokkrir nýir möguleikar um styrki
eða launað orlof í sambandi við nám í framhaldsdeildinni?
Mér er að sjálfsögðu sérstök ánœgja að þvi, að geta svarað
þessari spurningu játandi:
A 1) Fyrir forgöngu menntamálaráðherra dr. Gylfa Þ.
Gíslasonar var samþykkt á Alþingi því er nú situr,
lagabreyting, sem heimilar nemendum i framhalds-
deild, kennaradeild, stúdenta- og menntadeild
Kennaraslwlans, lán úr Lánasjóði íslenzkra náms-
manna.
2) Nemendur i framhaldsdeild eiga kost orlofs án
launaskerðingar og hygg ég, að þrir njóti þess í
velur.
B Aðrir styrkir, sem nemendur njóta í vetur:
1) Sveitarfélög styrkja þrjá a. m. k.
2) Styrktarfélag vangefinna styrkir tvo nemendur, svo
að mér sé kunnugt.
3) Menningar- og minningarsjóður íslenzkra kvenna
styrkir einn þeirra.
4) Rikisspítalarnir styrkja einn nemanda.
Einn nemandi deildarinnar mun einkis styrks njóta.
St.yrki þessa er sérstök áistœða að þakka og biðja, að þeir
megi verða lifandi fordæmi.
Samkvæmt fréttatilkynningunni verður næsta verkefni
framhaldsdeildarinnar kennsla í málum og þjóðfélagsfræði.
Er með þessu verið að stíga ákveðið skref í áttina að fag-
greinakennslu á skyldunámsstiginu, kann ske allt frá 10 eða
11 ára bekk í barnaskólanum?
Kennaraskólinn er ekki löggjafi og hann á þvi ekki að
kveða á um það, hvaða stefna skal ráða i skólapólitík lands-