Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 48
274
MENNTAMÁL
Ármann Helgason yfirkennari á Akureyri og Helgi
Þorsteinsson skólastjóri á Dalvík leiðbeindu í æfingatímum.
1. 5. íþróttakennaranámskeið
var haldið dagana 26.—30 ágúst, að frumkvæði íþrótta-
kennaraskóla íslands og íþróttafulltrúa ríkisins. Fór það
fram í húsakynnum Austurhæjarskólans og Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Þátttakendur voru 92.
Aðalkennarar voru frá íþróttakennaraskólum Svíþjóðar
í Stokkliólmi og Örebro. Þau Ulla-Britta Agren og Andres
Erikssen.
Á námskeiðinu voru flutt ýmis erindi og sýndar fræðslu-
myndir um íþróttir.
1. 6. Eðlis- og efnafræðinámskeið.
Dagana 2.—20. september var haldið í Kennaraskóla ís-
lands námskeið í eðiis- og efnafræði, ætlað kennurum í
barna- og gagnfræðaskólum. UNESCO, Menningar- og vís-
indastofnun Sameinuðu þjóðanna, veitti íslandi styrk, á
starfstímabilinu 1967—Í968, til þess að kosta til íslands tvo
erlenda sérfræðinga í einn mánuð hvorn til kennslu á nám-
skeiði fyrir kennara í eðlis- og efnafræði. Voru Norðmenn-
irnir Wilhelm Sommerfeldt skólastjóri og Ivar Arnljót frá
norsku Skólarannsóknunum ráðnir til þess að kenna. Til
Reykjavíkur komu báðir Norðmennirnir 1. júní og dvöldu
liér í vikutíma til þess að skipuleggja námskeið þetta í sam-
ráði við fræðsluyfirvöld hér. Af hálfu Menntamálaráðn-
neytisins annaðist Andri ísaksson, ritari íslenzku UNESCO-
nefndarinnar, undirbúning námskeiðsins og Stefán Ól.
Jónsson f. h. Fræðslumálaskrifstofunnar.
Sigurður Elíasson kennari var síðar ráðinn til þess að ann-
ast undirbúning námskeiðsins í samráði við Norðmennina,
og sá hann um daglega stjórn þess. Kennt. var í fyrirlestrum
f. h. frá kl. 9—12, en verklegar æfingar með skýringum voru
á tímanum kl. 2—5 síðdegis.