Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL
235
ins, en hann á ad' vera viðbúinn að gegna þeim kröfum,
sem nýr skilningur og breyttir þjóðfélagshættir hljóta að
gera til hans á hverjum tíma. Vart getur farið hjá því, að
breyting gerist i þá átt, sem sþurning þín bendir til.
Svo vikið sé lítillega að öðru etni, sem skipta framtíð
Kennaraskólans höfuðmáli og lætur nú mjög til sín taka í
nágrannalöndunum t. d. í Danmörku, og fréttir eru sagðar
af á öðrum stað í tímaritinu, þar sem stórbreytingar eru
gerðar á kennaranáminu og krafizt er stúdentsprófs eða sam-
svarandi undirbúningsmenntunar fyrir sjálft kennaranámið.
Hafa verið settar fram af ábyrgum aðilum nokkrar ákveðn-
ar hugmyndir, sem ganga í svipaða átt varðandi Kennara-
skóla Islands?
Kennaraskólanum er það ekki kapþsmál að vera á undan
samtið sinni, en hann kýs að vera henni nokkurn veginn
samferða.
I greinargerð með lagafrumvarpinu um kennaraskólann,
1962, segir svo m. a. um 3. gr.:
„2. liður fjallar um kennaradeild stúdenta. Sú deild hefur
starfað i skólanum i rúm 10 áir, nú síðustu árin fullskipuð
bekkjardeild með yfir 20 nemendur. Námstiminn hefur
verið 1 vetur, en timinn ekki notazt til fulls vegna ónógs
liúsnœðis og lélegrar aðstöðu til œfingarkennslu. Hér er
gert ráð fyrir tveggja ára náimi, svo sem er annars staðar á
Norðurlöndum, nema Danmörku, þar sem námstiminn er
3 ár. Fyrst um sinn er þó ráðgert eins árs nám, þar sem
tvöföldun námstímans myndi vafalaust draga úr aðsókn,
sem ekki er ceskilegt, meðan kennaraskortur er. . . .“
Kunnugum, mönnum er Ijóst, að almenn menntun kenn-
ara er sizt of mikil. Við siðustu endurskoðun löggjafarinnar
um Kennaraskólann urðu sérgreinar þó hornrekur.
Blátt áfram sagt: Til hvors tveggja þarf að vanda betur,
og það verður ekki gert, nema námstimi verður lengdur.