Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 40
266
MENNTAMÁL
ingu sá ríkisstjórnin sér ekki fært að veita. Endanleg afdrif
málsins urðu þau, að ríkisstjórnin framfylgdi aldrei þessum
heimildarlögum og varð því Háskólinn sjálfur að afla sér
tekna til byggingarinnar, en það er önnur saga.
Nú mætti ætla að prófessorar Háskólans hefðu, aflir sem
einn maður, staðið með Jónasi Jónssyni í baráttu hans fyrir
betri háskóla. Svo var þó ekki. Elér skorti hann „diplómat-
isku“ hæfileikana áþreifanlega. Jónas hafði gagnrýnt liarð-
lega og miskunnarlaust starfshætti Háskólans allt frá upp-
hafi. Barátta hans var háð bæði innan veggja Alþingis og
utan, og svo sannanlega fengu prófessorarnir orð í eyra. Á
einum stað kemst Jónas Jónsson svo að orði: „Þeir menn,
sem réðu mestu um að háskóli byrjaði að nafni lii árið 1911,
höfðu allir hlotið skólagöngu í Danmörku og þekktu nálega
ekkert til háskólahalds í öðrum löndum. En háskóla Daná
er, svo sem kunnugt er, þannig fyrir komið, að hann býr við
h'til og úrelt húsakynni inni í miðjum bænum. . . .“ (Þetta
er skrifað 1931), „. . . . Sá skóli hefur eins og fyrirmynd hans
í Þýzkalandi orðið þunglamaleg kennslustofnun, án þess að
fjör eða vorblær hafi yfir henni svifið.“ Jónas bendir síðar
á, að danski og íslenzki háskólinn hafi hvorugur orðið fyrir
nokkrum sýnilegum áhrifum frá hinum frægu háskólum
Breta, þar sem sönn fræðimennska hali jDróast eðlilega allt
frá Jjví á miðöldum. Síðar í greininni segir Jónas á þessa leið:
„í höndum þröngsýnna manna með takmarkaðan áhuga og
lífsreynzlu varð Háskóli Islands þröngur embættismanna-
skóli, mótaður við þarfir þjóðlífs eins og Jrað var á kyrrstöðu-
tímum, en alls ekki við vöxt þess eða nútímaþarfir. Jón
Sigurðsson hefir gefið löndum sínum meiri gjöf með hug-
sjón sinni um þjóðlegan háskóla, heldur en leiðtogar íslend-
inga gáfu Jojóð sinni með háskóla þeim, er þeir stofnuðu
á aldarafmæli hans.“ Þessi var gagnrýni Jónasar Jónssonar
á Háskólanum eftir að hann hafði starfað í tvo áratugi í
tveim herbergjum á neðri hæð Alþingishússins.
Með frumvarpinu um byggingu fyrir Háskólann sá Jónas