Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 14
240
MENNTAMÁL
hefur verið gripið til þessa úrræðis, þar til nægilegt leik-
skólarými verður fyrir hendi.
Markmið leikskólanámsins er að þroska athyglisgáfu og
ímyndunarafl barnanna, auðga málfar þeirra og tjáningar-
getu og stuðla að heilbrigðri venjumyndun og félagsþroska.
Mikilvægasta uppeldistækið er auðvitað leikurinn, en með
frásögnum, föndri, söng og dansi kynnast þau náttúrunni og
samfélaginu og eru smám saman leidd til kerfisbundinnar
hópkennslu — og síðasta árið — markvisst búin undir námið
í barnaskólanum.
Fóstrurnar vinna eftir samræmdri námsskrá, sem mennta-
málaráðuneytið setur, og ríkið hefur umsjón og eftirlit með
smíði og rekstri forskólastofnananna. Vöggustofur og leik-
skólarnir eru byggðir og reknir af atvinnufyrirtækjum, sér-
staklega þeim, sem hafa margar konur í þjónustu sinni, eða
sveitarfélögum, en fylkisráðin bera þó ábyrgð á þróun for-
skólanna og greiða reksturskostnaðinn ásamt foreldrum
barnanna. Viðkomandi skólayfirvöld annast aftur á móti um
leik- og mámssíðdegin.
Skyldunámsskólinn, sem Austur-Þjóðverjar kalla almenn-
an fjöltækniskóla, er 10 ára skóli. Hann er grunnskólinn í
hinu samræmda skólakerfi, og honum er ætlað að leggja
grundvöllinn að hvers konar framhaldsmenntun og starfs-
hæfni.
Þessum 10 bekkja grunnskóla er skipti í 3 deildir:
1,—3. bekkur nefnist smábarnadeild,
4.-6. bekkur kallast barnadeild og
7.—-10. bekkur nefnist unglingadeild.
I smábarnadeildinni er varið 10—12 vikustundum til
móðurmálskennslu. Þar skipa talæfingar, lestur og skrift
öndvegi, en auk þess er innan ramma móðurmálskennsl-
unnar lögð áherzla á fræðslu um nánasta félagslegt um-
hverfi barnanna, náttúruna, atvinnuhætti og samfélags-
skipan.