Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 50
276
MENNTAMÁL
1. 9. Kennarafélagið Hússtjóm
hélt fræðslufund dagana 25.-29. júní að Staðarfelli í
Dalasýslu.
Erindi fluttu: Sigurjón Björnsson sálfræðingur og frú
Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi. Snorri Þorsteinsson
yfirkennari á Bifröst leiðbeindi um fundarreglur og fundar-
sköp. Sigríður Gísladóttir handavinnukennari og Jakobína
Guðmundsdóttir vefnaðarkennari leiðbeindu um fatnaðar-
val, stíl og liti.
Vefnaðarkennararnir Sigríður Halldórsdóttir og Guðrún
Jónasdóttir leiðbeindu um bandvefnað, sprang- og spjald-
vefnað.
Fundinn undirbjó stjórn Hússtjórnar ásamt námstjóra
hússtjórnarfræðslunnar Halldóru Eggertsdóttur. Forstöðu-
kona Staðarfellsskóla, frú Ingigerður Guðjónsdóttir, sá um
allan undirbúning á staðnum af miklum myndarskap. I
sambandi við fundinn var haldin kvöldvaka og farið var í
skemmtiferð út í Breiðafjarðareyjar.
Þátttakendur voru 31.
II.
SVÆÐISNÁMSKEIÐ OG FRÆÐSLUFIJNDIR
Auk framangreindra námskeiða voru haldin styttri nám-
skeið og fræðslufundir fyrir ákveðin svæði eða landshluta,
sem hér segir:
2. 1. Á Búðum í Fáskrúðsfirð'i
var lialdið námskeið í átthagafræði og félagsfræði dag-
ana 21.—23. september á vegum Kennarasambands Austur-
lands og námstjóra Austurlands, Skúla Þorsteinssonar.
Námskeiðinu stjórnaði formaður K.S.A., Þórólfur Frið-
geirsson, skólastjóri.
Eiríkur Stefánsson, kennari við Langholtsskóla, og Stefán