Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 67
MENNTAMÁL
293
Norðurlandanna að undirrita og fullgilda sem fyrst mannréttinda-
sáttmál Sameinuðu þjóðanna urn efnahagsleg, félagsleg og menningar-
leg réttindi.
Er ekki asskilegt verkefni fyrir sambandið og í fullu samræmi við
tilgang þess og 13. grein þessa sáttmála að vinna að raunhæfum til-
lögum um aukið uppeldislilutverk skólans, og endurskoðun á náms-
skrá barna- og unglingaskóla með það sjónarmið að leiðarljósi?
Einnig virðist mér. að til greina komi samvinna um gerð kennslu-
bóka.
Til þess að tryggja betur góðan árangur af starfsemi sambandsins
lel ég mikilsvert, að það (Nordiske Lærerorganisationers Samrád) sé
viðurkennt sem ráðgefandi aðili um skólamál hjá Norðurlandaráði
(Nordisk Rád). Sambandið ætti að vera sjálfsagður aðili og tengi-
iiður í samstarfi um skölamál á Norðurlöndum.
]>að er viðurkennt, að Norðurlandaþjóðirnar eru mjög framarlega
í uppeldis- og skólamálum. Sókn þcirra og samvinnu á því sviði þarf
að efla. Samvinna þeirra cr sjálfsögð og hlýtur að vera þcim öllum
að skapi. Þær eiga að nokkru sameiginiega sögu og menningu. Lífs-
skoðun þeirra er í meginatriðum hin sama. Þær hljóta jtví að haldast
í hendur í viðsjálum heimi.
Eg árna samtökunum heilla og vona, að framtíðin eigi eftir að
sanna tilverurétt þeirra.
Ingi Kristinsson, skólastjóri:
Árlegt þing alþjóðasamtaka barnakennara, (IFTA) og hið 37. í
röðinni var haldið í Dublin á frlandi, dagana 18. til 21. júlí s. 1.
írsku kennarasamtökin áttu 100 ára afmæli um þessar mundir og
buðu IFTA að halda þing sitt Jrar í landi af Jrví tilefni.
Rúmlega 90 fulltrúar sátu Júngið frá 24 löndum.
Aðalmál Jjingsins voru tvö að Jressu sinni:
1. Elvernig geta barnaskólar unnið að auknum mannréttindum með
kennslu í sögu og félagsfræði. Framsögu hafði sænsk kennslukona,
Karin Jolianssen.
2. Réttindi kennara og staða Jjeirra í Jjjóðfélaginu. Það mál reifaði
Þjóðverjinn H. Rodenstein.
Að venju höfðu málin verið undirbúin með Jjví að senda spurninga-