Menntamál - 01.12.1968, Blaðsíða 65
MENNTAMÁL
291
Forrnennirnir fyrir norrœmi kennarasainlökunum. Frá htvgri: Ólafur
Ólafsson (Landssamband Framhaldsskólakennara), Trond Johannes-
sen (Norsk Lœrerlag), Hans Hellers (Sveriges Lárarförbund), Stinus
Nielsen (Danmarks Lcererforening), Skúli Þorsteinsson (Samband is-
lenzkra barnakennara), liúnar 0sterlund (Finland Svenska Folkeskol-
lárarförbund) og Aimo Tammivuori (Suomen Opettajain Liitto).
undirrituðu Mannrcttindaskrá Sameinuðuþjóðanna og Norðurlanda-
ráð hefði samráð við Norræna Kennarasambandið urn allt, sem varðar
kennslu og uppeldismál.
Ákveðið var að halda norrænt kennaranámskeið í Finnlandi í júlí
1969. í sambandi við námskeiðið verður einnig haldið þing I. F. T. A.,
en næsti fundur Norræna kennarasambandsins verður í Finnlandi
1969.
Norræna skólamótið verður haldið í Stokkhólmi 4.-7. ágúst 1970.
Formaður danska kennarasambandsins Stinus Nilsen slcit fundinum
og minnti á, að fyrsti fundur norrænna kennarasamtaka hefði verið
í Stokkhólmi 1917. Þar ltefðu mætt fulltrúar frá norsku, sænsku og
dönsku kennarasamtökunum. Þannig mætti segja, að samtökin ættu
50 ára afmæli og til minningar um |>að gaf liann samtökunum útskir-
inn fundarhamar.