Menntamál - 01.04.1970, Síða 7
verndarsjónarmið og sömuleiðis einstaklings-
bundinnar kennslu með tillili til hæfileika og
þarfa hinna einstöku nemenda.“
Samræmd sérkennsla
Það er lögð áherzla á þá meginreglu, að nem-
endur með námsörðugleika skuli vera kyrrir í
venjulegum bekkjum — að svo miklu leyti sem
tök eru á, en þörfinni á einstaklingsbundinni
hjálp beri að fullnægja með „kompletterande"
eða „stödjande" sérkennslu, þ. e. samræmdri sér-
kennslu.
Samræmd sérkennsla er fólgin í því, að sérkenn-
arinn fæst við kennslu eins eða fleiri nemenda á
sama tíma og bekkjarkennarinn kennir öðrum
nemendum bekkjarins. Þessi sérkennsla fer fram
annað hvort í kennslustofu bekkjarins, í aðskild-
um leskrók eða í sérstaklega útbúinni kennslu-
stofu, svokiilluðu lesveri (skolklinik).
Gert er ráð fyrir, að sumir fatlaðir nemendur
þurfi sérstök tæknileg lijálpargögn við nám sitt
í venjulegum bekk, en eigi auk þess kost á sér-
stakri persónulegri aðstoð auk sjúkraþjálfunar
og sállækningar (medicinsk och psykoterapeutisk
behandling).
Náið samstarf kennara bekkjarins, sérkennar-
ans og annars þess starfsliðs skólans, sem vinnur
að nemendavernd (elevvárd), er talið nauðsyn-
legt, svo hægt sé að fá heildarsýn yfir örðugleika
nemandans. Verkefni sérkennarans er fyrst og
fremst að gera greinandi rannsóknir og fram-
kvæma sérkennsluna út frá þeim, en auk þess
semur hann þjálfunar- og námsáætlun fyrir nem-
andann til nota í almenna bekknum.
Til þess að geta fylgzt nteð framför nemand-
ans gerir sérkennarinn rcghdega atlniganir og
skrásetur þær, til þess að fá trausta undirstöðu
undir nákvæma umsögn sína um nemandann við
lok skólaársins, en á þessari umsögn er áætlun
um frekari kennslu byggð.
Matið á því, hve mikil áhrif örðugleikarnir
hafa á árangur skólanámsins, verður að vera
ákvarðandi um eðli og umfang hjálparinnar.
Til dæmis getur það verið fullnægjandi fyrir
nemanda með minni háttar greindarskort að
gera kennsluna einstaklingsbundnari með því að
beina námi hans í bekknum að léttari og hlut-
lægari verkefnum en aðrir fást við í samræmi við
þaullnigsaða námsáætlun. Kannski er engra
annarra ráðstafana þörf með tilliti til takmark-
aðra áhrií’a erfiðleikanna á heildarárangur nem-
andans.
Annar nemandi, sem við meiri örðugleika á
að etja, getur þurft á að lialda svo umfangs-
mikilli þjálfun, að hann þurfi að njóta sér-
kennslu einstaklingslega eða í fámennum hópi
mikinn eða lítinn hluta skólatímans. Örðugleik-
ar hans eru þó ekki svo miklir, að rétt þyki að
skilja hann frá félagsskapnum við bekkjar-
systkini hans.
Kennsla í sérbekkjum
Fyrir þriðja nemandann, sem á við að stríða
örðugleika, er liafa mikil áhrif á heildarnáms-
getuna, kann að vera nauðsynlegt að auka áhrif-
in af stuðningsaðgerðunum. Þessi nemandi gæti
bæði þurft sérstaka þjálfun og róttæka breytingu
á hinu félagslega umhverfi í skólanum. Hér get-
ur, eftir eðli og stigi örðugleikanna, flutningur
í sérbekk verið nauðsynlegur, þar sem meiri
möguleikar eru á að láta í té sérstaka þjálfun,
en jafnframt hafa stjórn á fleiri þáttum í um-
hverfinu.
Sérbekkirnir eru af þessum gerðtun:
1. Hjálpklass (hjálparbekkur, fyrir tornæm
börn).
2. Lásklass (lestrarbekkur, fyrir börn með lestr-
;tr / stafsetningarörðugleika).
3. Skolmognadsklass (þroskabekkur, lyrir óskóla-
þroska börn).
4. Observationsklass (atlnigunarbekkur, fyrir
börn með hegðunarvttndkvæði).
5. Hörselsklass (heyrnttrdaufrabekkur).
6. Synklass (sjóndapurrabekkur).
7. Klass för rörelsehindracle (hreyfihamlaðra-
bekkur).
MENNTAMÁL
45