Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Page 12

Menntamál - 01.04.1970, Page 12
r Sérkennsluþörfin Það er erfitt að rneta sérkennsluþörfina á hin- um ýmsu sviðum. Þar verður að styðjast við er- lendar tíðnirannsóknir á afbrigðum barna og hafa hliðsjón af þeirri reynslu, sem hér á landi hefur fengizt. Hér á eftir verður afbrigðum barna skipt í 7 aðalhópa og reynt í stuttu máli að skilgreina afbrigðin frá sjónarmiði námsskipunar og upp- eldis og meta tíðnina. I. Börn með skerta heyrn Þótt talið sé, að u. jx b. 3—5% skólabarna hafi gallaða heyrn, hafa flest þessara barna full not af kennslu í venjulegunr skóla án sérstakrar hjálpar af neinu tagi. Um það bil 5%0 barnafjöldans mun þurfa á sérstakri hjálp að halda, en í mismunandi formi eftir stigi heyrnartapsins, og má skipta þeirn í tvo flokka með tilliti til meðferðar: 1) Hörn, sem geta notfært sér kennslu gegnum eyrað og þurfa ekki á að halda lieyrnleysingja- kcnnslu. Hjálpin getur verið breytileg og er því hentugt að skipta þessum flokki í tvo undir- flokka: ia) Börn, sem ná viðunandi námsárangri í venjulegum bekkjum almenns skóla að því til- skildu, að þau njóti hagstæðrar staðsetningar í skólastofu, heyrnartækja og aukakennslu. Hér er um að ræða börn með allt að 40 dB heyrnartap, og mun fjöldi þeirra vera u. jr. b. 3.2%0 barna- fjöldans.1) lb) Börn, sem ekki ná viðunandi árangri í venjulegum bekkjum almenns skóla, þrátt fyrir hagstæða staðsetningu í skólastofu, heyrnartæki og aukakennslu, en Jrurfa vist í heyrnarbekkjum í sérstaklega liljóðeinangraðri stofu búnum hljóð- mögnunartækjum og öðrum sérhæfðum kennslu- gögnum. Þessi börn hafa ca. 40—75 dB lieyrnar- tap, og mun fjöldi Jreirra vera u. Jx b. 1.2%0 barna- fjöldans. 2) Börn með skerta heyrn og svo lítið þroskað mál, að Jjeim verður að kenna í sérskóla með MENNTAMÁL 50 1) dB re 2-10 -ffi N/m2 eða 0.0002 dyn/cm2

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.