Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 13
aðferðum, sem notaðar eru við kennslu barna,
sem ekki hafa getað tileinkað sér mál á eðlilegan
hátt (heyrnleysingjakennsla). Þessi börn hafa
heyrnartap frá ca. 75 dB, og mun fjöldi þeirra
veru u. þ. b. 0.6%o.
II. Börn með skerta sjón
Fjöldi barna hefur smávægilega sjóngalla án
þess að það komi að sök við nám. En þeim bcjrn-
um með skerta sjón, sent þrátt fyrir leiðréttingu
með sjónglerjum geta ekki fylgst með venjulegri
kennslu og þarfnast því sérstakrar upjteldismeð-
ferðar, má skipta í tvo hópa:
1) Sjóndöpur börn, sent með sérhæfðum
kennslugögnum, sérstakri lýsingu og optiskum
hjálpartækjum er unnt að kenna sem sjáandi,
ýmist einstaklingslega í venjulegum bekkjum,
sjóndapurraklinik eða sjóndapurrabekkjum við
venjulega barnaskóla. Þessi börn hafa sjón milli
Snellens 5/20 og 5/50 og fjöldi þeirra mun vera
u. þ. b. t/2%0 af barnafjöldanum.
2) Mjög sjóndöpur börn, sem aðeins í litlum
mæli geta numið gegnum augað og hafa meiri
not af blindrakennslu, og alblind börn eða börn
með svo litlar sjónleifar, að þau geta ekki hagnýtt
sjónskynið á neinn hátt við nám. Þessi börn hafa
lakari sjón en S 5/50 og þurfa vist í blindraskóla.
Fjöldi þeirra mun vera u. þ. b. 0.15%0 af barna-
fjöldanum.
III. Börn með skerta hreyfifærni
Börnum, sem af völdum heilaskaða (cerebral
parese), annarrar fötlunar eða sjúkdóma geta
ekki sótt venjulegan skóla, má skipta í tvo ílokka:
1) Heilasködduð börn, lömuð og fötluð, sem
gætu haft not af námsvist í sérskóla, þar sem
kostur væri læknismeðferðar, sjúkraþjálfunar og
tiltæk væru sérhæfð kennslugögn og hjálpartæki
við hreyfingar.
2) I.anglegusjúklingar á sjúkrahúsum og í
heimahúsum.
Fjöldi þessara hreyfihömluðu barna mun vera
u. þ. b. 2.6%o barnafjöldans.
IV. Börn með skerta greind
Börnum, sem sakir greindarskorts geta ekki
fylgt kennslu í venjulegum bekkjum almenns
skóla, má skipta í 3 hópa:
1) Þjálfunarhæf börn með skerta greind (grv.
25—50). Þessi börn hafa ekki gagn af bóknámi,
en hafa námshæfi á þrem sviðum:
a) geta lært að hjálpa sér sjálf við verk eins og
að matast, klæðast og halda sér hreinum, b) geta
lært að aðlagast að vissu marki heimilisfólki og
nágrönnum, en ekki stærra samfélagi, c) geta lært
að hjálpa til á heimilinu, vernduðum vinnustað
eða hæli. Fjöldi þessa hóps mun vera u. ]t. b.
4%o af barnafjöldanum. Þessi börn þurfa vist á
fávitahælum, heimangöngudagheimilum eða sér-
skólum.
2) Bóknámshæf börn með skerta greind (grv.
50—70). Þessi börn hafa svo skerta greind, að
þau hafa ekki not af venjulegri kennslu í skólum
(þar með taldir vcnjulegir hjálparbekkir), en
hafa í sérskólum lágmarkshæfni til náms í bók-
legum greinum og svo mikla aðlögunarhæfni, að
])au geta orðið óháðir þjóðfélagsþegnar og öðlast
lágmarks starfshæfni, svo þau geta á fullorðins-
árum séð sér farborða að öllu eða einhverju leyti.
Fjöldi þessa Iióps mun vera u.þ.b. 1% af barna-
fjöldanum.
-5) Tornæm börn (grv. 70—85). Fjöldi þeirra
tornæmu barna, sem ekki ná viðunandi náms-
árangri í venjulegum bekkjum, en þurfa sérstaka
námsskrá, sérhæfð kennslugögn og einstaklings-
bundna kennsluhætti, er u. ]t. b. 2.5% af barna-
fjöldanum. Vænlegasta kennsluskipanin er hjálp-
arbekkir við almenna skcíla.
V. Börn með skerta félagslega aðlögunar-
hæfni og geðheilsu
Börnum með hegðunarafbrigði af ýmsu tagi,
sem hafa ýmist skaðleg áhrif á eigin þroska og
MENNTAMÁL
51