Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.04.1970, Blaðsíða 15
íslenzkt sérstæði Höfuðdrættir í framtíðarskipan sérkennslunnar Fámennið og dreiling byggðarinnar gerir skipn- lag og framkvæmd nauðsynlegrar sérkennslu eri- iðari en ella mundi. Aí' 36.600 nemendum á skyldustigi eru 21.433 á Reykjanessvæðinu, þar af tæp 20 þúsund í Stór-Reykjavík. Þetta svæði hefur því algera sérstöðu. Þar eru möguleikar á að halda uppi marggreindri sérkennslu við J beztu skilyrði og á liagkvæman hátt. Oðru máli gegnir um aðra liluta landsins. Þar verður alls ekki komið við þjónustu við fámennustu hópa afbrigðilegra nemenda, sem mikla sérhæfingu Jrarf til að kenna, og í vissum landshlutum verð- ur sérfræðiaðstoð, hverju nafni sem nefnist, mjög vandfengin um fyrirsjáanlega framtíð. Þjóðfélag okkar er á ýmsan hátt svo scrstætt, að beinar*fyrirmyndir verða ekki sóttar til ann- arra þjóða. Við hljótum að reyna að aðlaga það bezta, sem við þekkjum erlendis frá, okkar sér- stöku aðstæðum. En þótt engin ákveðin lausn sé fyrirfram sjálfgefin, og við verðum enn um lníð að þreifa okkur áfram, ber nú nauðsyn lil að marka heildarstefnu, sem miðar að því að koma á svo sveigjanlegu skipulagi, að það sé starfhæft með þeim mannafla og búnaði, sem þegar er til- tækur, en hindri þó í engu eðlilega þróun. Ný viðhorf í heilbrigðis-, uppeldis- og félags- málum — fólgin í því að farið er að skoða málin í stærra samhengi en áður — krefjast þess að horfið sé frá hinu þrönga, hefðbundna skóla- mynztri við lausn vandamála ýmissa liópa fatl- aðra.1) Aðstæður allar eru slíkar í okkar fámenna og víðáttumikla landi, að sérkennsluna verður í höfuðdráttum að skipuleggja fyrir landið í heild, ef vel á að fara. Að Reykjavík undanskilinni get- ur ekkert fræðsluhérað — né sarntök fræðsluhér- aða — leyst þennan vanda viðunandi út af fyrir sig. Slíkar tilraunir einstakra svæða leiddu óhjá- kvæmilega af sér, að stórir landshlutar yrðu af- skiptir með öllu. En víkjum nú að Itugsanlegri lausn. 1) Orðið fatlaður er hér nolað í sömu merkingu og orðið (handicapped, liandikapped) í grannlöndunum. MENNTAMÁL 53

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.