Menntamál - 01.04.1970, Qupperneq 20
Skilyrði sérkennslu
Skilyrði
sérkennslu
Yfireftirlitsmaður sérkennslunnar í Dan-
mörku, I. Skov Jörgensen, hefur skilgreint
sérkennslu á þessa lund:
Sérkennsla er heiti á kennslu, sem
sniðin er handa líkamlega, sálrænt eða
félagslega hömluðum nemendum. Hér
er um að ræða lögboðna (ordineret)
kennslu, sem er byggð á uppeldis-, sál-
fræðilegum og læknisfræðilegum rann-
sóknum og framkvæmd með umfangs-
mikilli notkun tæknilegra hjálpargagna.
Sérkennsla víkur frá gildandi ákvæð-
um um almenna kennslu að því er tekur
til kennslugagna og kennsluaðferða. Hún
einkennist af því, að sérkennarar eru
sérstaklega menntaðir, að nemendahóp-
arnir eru fámennir og að hún er skipu-
lögð af samvinnuhópi starfsmanna, en
meðal þeirra hefur skólasálfræðingurinn
lykilhlutverk.
Reynum nú í stuttu máli að gera okkur grein
fyrir þeim skilyrðum, sem þurfa að vera fyrir
hendi, til þess að um sérkennslu geti orðið
að ræða, í Ijósi þessarar glöggu skilgrein-
ingar.
Lagaákvæði
Grundvöl! að sérkennslu þarf að leggja með
lagafyrirmælum. Við höfum lög um fávitastofn-
anir frá 22. apríl 1967 og lög um Heyrnleys-
ingjaskóla frá 30. marz 1962, ennfremur þoku-
kennd fyrirmæli í lögum um vernd barna og
ungmenna, frá 13. maí 1966, lögum um fræðslu
barna frá 29. apríl 1946 og lögum um gagn-
fræðanám frá 7. maí 1946, en þar með er upp-
talið.
Hér þarf að taka til hendi. Samband ís-
lenzkra barnakennara, Landssamband fram-
haldsskólakennara og Sálfræðingafélag ís-
lands komu á framfæri við nefnd þá, er starfar
MENNTAMÁL
58