Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Side 29

Menntamál - 01.04.1970, Side 29
Forskólakennsla w a Seltjarnarnesi „Skólaskyldan á aS hefjast við sex ára aldur,“ segir Páll Guðmundsson, skólastjóri. Páll Guðmundsson. Undanfarna tvo vetur hafa sex ára börn notið kennslu í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar- nesi. Kennsla sex ára barna í því umfangi og formi, sem þarna á sér stað, er nýjung við skyldnámsskóla á íslandi. Menntamál leituðu frétta hjá skólastjóranum, Páli Guðmundssyni, um þetta mál. Jafnframt báðu þau Unni Ágústsdóttur, sem annast hefur þessa kennslu, að segja frá starfinu í stuttu máli. — Hvað kom til, að þið lókuð upp kennslu 6 ára barna á Selijarnarnesi? — Ja, upphafið er nú kannski það, að ég kynntist forskólakennslu í Esbjerg árið 1961, og síðan hef ég gengið með þá hugmynd, að æski- legt væri að haía áhrif á það, hvernig börn eru gerð skólaþroska. Vafalaust liefur það átt sinn þátt í að hugmyndin varð að veruleika, að við vildum koma í veg fyrir hina svokölluðu tíma- kennslu í skólahverfinu. — Hvenær hófst þessi kennsla hjá ykkur? — Það var árið 1966, að hreppsnefndin veitti lé til deildanna, og kennslan hófst haustið 1967 að loknum nokkrum undirbúningi. — Hvernig var þessum undirbúningi háttað? — Eftir samþykkt hreppsnefndar var farið að leila frekari upplýsinga um börnchaveklasser i Danmörku, sem eru raunar okkar aðalfyrirmynd, og í samræmi við samþykkt hreppsnefndar var leitað eftir manneskju til að senda lil Danmerkur á námskeið í Kennaraháskólanum í Emdrup- MENNTAMÁL 67

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.