Menntamál


Menntamál - 01.04.1970, Page 32

Menntamál - 01.04.1970, Page 32
Fyrir enda stofunnar er leiksviðið, sem oft kemur að góðum notum með 4—6 leikendum. Annað fjallar um kurleis börn, hitt um þau ókurteisu. Áhorfendur íá svo að láta i liós álit sitt á, hvor hópurinn var skemmtilegri. Tilfinning íyrir vináttu er ekki orðin mjög þroskuð hjá 6 ára börn- um. Gott er því að vekja athygli á góðum vin og hve slæmt getur verið að eiga óvin. Alltaf er bezt að segja sögur með svona verkefnum, því þær verða barninu minnisstæðari en prédikun. Minnisstæður er mér tíminn, þegar við töluðum um tennurnar. Ýmislegt hafði borið á góma um það, sem óhollt var fyrir tennurnar, en síðan spyr ég: Segið mér frá einhverju, sem er hollt fyrir tennurnar. Margar hend- ur flugu á loft, og eigandi einnar sagði: Magnyl, mamma gefur mér það alltaf, þegar ég íæ iannpinu! Eftir spjall um verkefni, vinnum við eitthvað í sam- bandi við það. Hundinn gerum við e. t. v. úr leir, hest- inn úr dagblaðapappír, ekki gleymum við hnakk eða beizli, og tagl og fax er gert úr lopa. Allir fara svo ríð- andi heim þann daginn á Gusti, Stjörnu eða Grána. Sum verkefni vinna nokkur börn saman. Þannig unn- um við t.d. saman Indíánaþorp (sjá mynd). Þó er áber- andi, að 6 ára börn hafa minni ánægju af hópverkefnum en eldri börn. Þau vilja helzt ,,eiga“ það, sem þau gera, en að sjálfsögðu þarf að þroska samvinnukennd- ina. Þegar verkefni er lokið, fá börnin einstaka sinnum að fara heim með það. Oftar eru þau þó sett í skúff- una, en strax á öðrum degi fær hvert barn sína skúffu, sem það merkir sér. Barnið klippir litlar myndir út úr blöðum og límir þær á skúffuna sína. Þarna getur hvert barn auðveldlega komizt í sína hirzlu og geymt þar verkefni eða föndur, sem það er að vinna að. Ef tími vinnst til, eins og oftast er fyrstu 3 mánuðina, hefst svo hinn frjálsi leikur. Hann er í stuttu máli íólg- inn í því, að börnin velja sér sjálf verkefni. Stofan okk- ar er mjög heppileg fyrir þetta starf, ekki sízt vegna góðs hliðarherbergis. Þar höfum við lítið smíðaverk- stæði með nauðsynlegasta útbúnaði. Þar er líka gott að hafa fataskipti, þegar leikrit er á ferðinni. Einnig notum við það fyrir ,,ærslherbergi“. í septembermánuði förum við alltaf út í írímínútur, on fljótlega íer svo, að flest börnin kjósa heldur að vera inni og halda áfram við sinn leik eða starf. Ef þreytu verður vart hjá barni, getur verið gott að ærslast smá- stund án þess að trufla vinnu hinna barnanna. Þá er upp- lagt að glíma eða tuskast svolítið í hliðarherberginu. Eftir nokkra sjónvarpsþætti í fyrra um íslenzku glím- una, varð ég var við mikinn áhuga á henni hjá nokkrum drengjum. Notaði ég þá tækifærið og kynnti helztu brögð og reglur. Vakti þetta almenna hrifningu og höfð- MENNTAMÁL 70

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.