Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 17
Stefán Jónsson: Vikið að vandamáli (Stefán heitinn Jónsson rithöfundur skrifaði þessa grein árið 1958 í afmælisrit Kennaraskóla íslands fimmtugs. Ritnefnd Menntamála taldi greinina svo merkt og tímabært framlag til umræðu um barna- °g unglingabækur, að ákveðið var að birta hana í þessu hefti. Er greinin birt óstytt, en millifyrirsagnir eru ritnefndar). bókina jafn sjálfsagðan og nauðsynlegan lilut °g leikföngin. Hlutverk bóka fyrir börn á leik- aldri er m. a. að auka orðaforða og efla mál- þroska þeirra, hafa róandi áhrif og veita þeim ánægju, auka skilning þeirra og víkka sjóndeild- arhring, styrkja rninni þeirra og örva ímyndun- araflið og þjálfa þau til þess að hlusta og ein- beita sér. Má því telja, að lestur góðra bóka fyrir börn á leikaldri hafi ótvírætt uppeldislegt gildi. HEIMILD: ^ibeke Stybe: Fra Askepol til Anders And. Bþrne- bogen i kulturhistorisk perspektiv. Kbh., Munks- gaard, 1962. Þann 25. apríl síðastliðinn [1958] átti ég símtal við Gunnar Guðmundsson, yfirkennara Laugar- nesskólans, og meðal þess, sem bar á góma, fór hann þess á leit við mig, að ég skrifaði grein í rit það, sem liér birtist. Efninu mátti ég ráða. Að loknu þessu símtali bar svo við, að ég fór að kenna börnum á tíu ára aldri, og lásum við saman söguna um karl þann, sem verkaskipti hafði við kerlingu sína, tók að sér húsmóðurstörfin og hlaut vafasaman heiður að launum. Sagan er birt í því liefti Lesbókar, sem ætluð er börnum á þessurn aldri og ætti því að vera við þeirra lræfi. Geri ég líka ráð fyrir, að fáum muni detta í hug, að svo sé ekki. Sjálfum þótti mér þessi saga spaugileg áður fyrr og hef orðið hins sama var hjá mörgum ungurn lesanda. Nti brá svo við, að sárafá og reyndar ekkert þessara barna fann nokk- uð hlægilegt við söguna. Sögunni var um rnegn að kalla fram bros á andlitum þeirra. Er þetta nokkuð frásagnarvert? Út af fyrir sig er það ekki mjög írásagnarvert, en í sambandi við sjálft sig og allt, sem því er skylt, er fátt frásagnarverðara, fátt rneira íhugunarefni fyrir þá, sem skrifa vilja fyrir fólk á þessurn aldri, þá, sem vilja kenna því, og þá, sem veita því uppeldi. Frá sjónarmiði umræddra barna var saga þessi ekki gamansaga, og þó vissu þau, að eitthvað það var í lrenni, sem benda átti til þess. Á það komu þau ekki auga og af mjög eðlilegum ástæðum. Þau höfðu ekki skilyrði til að sjá það gerast í sögunni, sem raunverulega gerist þar. Um strokk höfðu þau heyrt talað, en séð hann höfðu þau ekki. Þau vissu ekki, hvað þekja var, og þá ekki heldur, hvað grasigróin þekja var. Þau gátu ekki séð, hvernig kýrin gat verið á beit á þekjunni, og ekki heldur það, að hún datt niður, gátu ekki skilið, hvaða hætta gat verið á því, að hún dytti. Ekkert þeirra hafði séð hlóðir í eldhúsi, pott á hlóðum og stromp uppi yfir. Þau vissu ekki, hvað strompur var, en reykháf þekktu þau. Þeim var fullkomlega hulin ráðgáta sambandið milli kýrinnar riti á þekjunni og karlsins, sem stóð við hlóðin. Ennþá óskiljanlegra var þó hitt, hvernig karlinn gat dregizt upp að strompinum við það, að kýrin féll, og hangið þar síðan og loks dottið niður í pottinn. Undarlegur var sá reykháfur, MENNTAMÁL 75

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.