Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 31

Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 31
en aðrir borið minna úr býtum. Yfirleitt er ís- lenzkum mönnum vel tekið erlendis og þeim boðið til þekktustu höfuðbóla andlegrar menn- ingar. Að fornum sið eru menn þessir leystir út með gjöfum, sem eru gulli betri, en þar á ég við ýmsar nýjar hugmyndir landi og þjóð til nyt- semdar. Einn þessara manna er Guðmundur Arnlaugs- son rektor, er stjórnað liefur skóla sínum við Hamrahlíð með ágætum. Að ég nefni hér Guð- mund sérstaklega stafar einfaldlega af því, að telja verður hann brautryðjanda á sviði nýrra kennsluhátta í tölvísindum. Hér er vitanlega átt við fræðigrein þá, sem lilotið liefur nafnið tölur og mengi. Guðmundur Arnlaugsson er mér að góðu kunnur, því að hann var urn árabil að nokkru leyti samstarfsmaður minn, prófdómari í eðlisfræði miðskóla (landspróf), og þótti mér skemmtilegt og ánægjulegt að vinna með honum. Ég vil því taka það fram, að athugasemdum þeim, sem fram koma um áðurnefndar reikningsaðferð- tr, er ekki stefnt gegn Guðmundi eða neinum öðrum persónulega, heldur er hér aðeins rætt um kerfið sjálft. Þegar Guðmundur Arnlaugsson hafði kynnt sér þessar nýju kennsluaðferðir, kom út eftir hann bókin Tölnr og mengi, en sú bók var fyrst °g fremst ætluð landsprófsnemendum. Hygg ég, að sú bók eigi erindi til þeirra og sé góður undir- búningur undir nám í menntaskóla og síðar háskóla. Bók þessi var strax í upphafi nokkuð vinsæl meðal kennara, og má að einhverju leyti þakka það sjónvarpsþáttum Guðmundar Arn- laugssonar um tölur og mengi. Þótt þessar nýju reikningsaðferðir séu ágætar í sjálfu sér og rökfræði þeirra sé til skilningsauka °g létti að einliverju leyti annað nám, þá verður að telja það mjög hæpið að láta fræði þessi flæða hömlulaust á örskömmum tírna yfir allt fræðslu- herfið. Ég hef heyrt, að t. d. Danir taki þessu með varúð, reyni kerfið fyrst í nokkrum aldurs- ílokkum, en séu ekkert á leið með að steypa því yfir allt skyldunámsstigið. Einnig hef ég heyrt, að til séu skólar bæði í Danmörku og víðar á Norðurlöndum, senr ekki hafi innleitt þessar i'eikningsaðferðir hjá neinum aldursflokki. Ég vil halda því fram, að þeir unglingar, sem útskrifast í vor með unglingaprófi og hafa fyrst og fremst notið tilsagnar í þessum nýju tölvísind- um, kunni raunverulega mun minna í almennum reikningi en nemendur kunnu fyrir nokkrum árum síðan. Ég vil taka það fram, að ég er ekki einn um þessa skoðun. Ef ég ætti að velja 15 ára ungling til afgreiðslustarfa í búð og um tvo hópa væri að ræða, annan, sem lært liefði eftir nýja kerfinu, en hinn, sem lært hefði eftir því eldra, mundi ég hiklaust taka unglinginn af eldri skólanum. En hvers vegna? Vegna þess að ung- lingurinn af gamla skólanum veit raunverulega meira í daglegum reikningi. Þar gætir meir hygg- inda, sem í hag koma. Þá má minna á það, að eldri reikningsbækur eru samdar fyrir íslenzka unglinga. Þar er ekki um þýddar bækur að ræða. Flestar þessar bækur eru samdar af afburða- kennurum í þessari fræðigrein. Bækurnar eru á alþýðlegu máli, sem unglingarnir skilja. Þar eru öll orðadæmi um hluti, er fyrir koma í daglegu máli. Það þekkist óvíða á byggðu bóli hjá nokkurri sjálfstæðri þjóð nema íslendingum, að kennslu- bækur á skyldunámsstigi séu þýddar athuga- semdalaust úr erlendu máli. Unglingar á skyldu- námsstigi, að minnsta kosti í 1. og 2. bekk gagn- fræðaskóla, verða nú að notast við þýddar bækur í reikningi. Forustumenn menntamála vita raun- ar fullvel, að hugsunarháttur eða hugarheimur barna og unglinga er allt annar í stórborgum Vesturlieims eða í þéttbýli Norðurlanda heldur en hér á fámennri eyju. Svo mikill hraði hefur verið á útkomu þessara kennslubóka í reikningi, að ekki hefur unnizt tími til að prenta þær, held- ur liafa þær verið fjölritaðar í þúsundatali og þeim síðan ekið í skólana. Af skiljanlegum ástæð- um liefur kunnáttumönnum í íslenzku ekki verið gefinn kostur á að líta yfir handritin. Mér finnst það sjálfsagt, að íslenzkir kennarar og aðrir menntamenn fylgist af alúð með því, sem er að gerast í nágrannalöndum okkar á sviði kennslumála. En hitt tel ég þó mjög liæpið að taka hvaða nýmæli sem er án undangenginnar reynslu hér á landi. Varðandi nýmæli þau í stærð- fræðikennslu, sem ég hef gert hér nokkuð að MENNTAMÁL 89

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.