Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 27
þrefalt fleiri jákvæð atkvæði en neikvæð. Alls fær
kvæðið í 10-12 ára bekkjum 62 jákvæð atkvæði
og 9 neikvæð.
Kvæði og vísur, sem fela í sér heilræði, árninn-
ingu og hvatningu til góðrar breytni, fá oftast
mjög daufar undirtektir barna og unglinga. Eina
nndantekningin frá þessu eru Heilræðavísur Hall-
gríms Péturssonar. Margar kynslóðir barna liafa
lært þær, og enn meta börn þær rnikils. í tóm-
stundaleslri nefna bæði drengir og stúlkur það
oft til sem bezta kvæðið, er þau þekkja.
Nú talar Hallgrímur enga tæpitungu í lieilræð-
um sínum. Hann er ekki myrkur í máli. Fylgir
hann þar sinni eigin forskrift:
Jesús vill, að þín kenning klár
kröftug sé, hrein og opinskár,
lík hvellum lúðurs hljómi. Ps. 10, 12. v.
Hann hefur mál sitt á því að brýna fyrir börn-
um að óttast og elska guð, gera gott og vera vönd
að virðingu sinni. Guðsótti og guðselska eru
undirrót allra dyggða. í 3. vísu áminnir liann
svo börn um að vera hlýðin foreldrum sínum.
4„ 5. og 6. vísa er öflug hvatning til ungmenna
um að afla sér menntunar. Menntunin er afar
mikilvæg, því að hún eflir manngildið, hinn
lærði (þ. e. menntaði) maður er glaðlyndur og
siðfágaður, og „lof ber hann hjá þjóðum." Hinn,
sem hafnar góðum siðum, er ekki nema liálfur
maður. Segir hann hér börnum, sem hirða ekki
um nám sitt og menntun, ótæpt til syndanna:
En þursinn heimskur þegja hlýtur,
sem þrjózkast við að læra.
Hinn fávísi er ekki viðræðuliæfur um mikil-
v®g mál. í næstu tveimur vísum leggur Hall-
grímur svo frekari áherzlu á ýmsar dyggðir,
Svo sem trygglyndi, lítillæti, glaðlyndi og ljúft
Mðmót. Leikir og skemmtanir verða að vera við
hóf. Hann varar sérstaklega við stygglyndi, hæðni,
sPjátri og oflátungshætti: „heimskir menn sig
státa." 1 fyrra hluta síðustu vísu hvetur hann
ungmenni til þess að leggja í vana sinn að nota
vel tímann til þarflegra og þroskandi starfa:
Vlnna, lesa, iðja. Heilræðin enda á sömu megin-
hugsun og þau hefjast:
Umfram allt þó ætíð skalt
elska guð og biðja.
Hvað veldur jákvæðu viðlrorfi flestra barna
við Heilræðavísum Hallgríms, þótt önnur slík
ljóð falli í fremur grýttan jarðveg lijá þeim?
Þessu er ekki auðsvarað. Leyndardómur mikillar
kennimennsku verður víst seint skýrður til hlítar.
Ef til vill hefur Hallgrímur sjálfur veitt bezta
svarið: Heilræðin eru kröftug, hrein og opinská.
Börnum eru veitt auðskilin og kjarnyrt heilræði
til þess að laga liugarfar sitt og breytni eftir. Þau
eru borin fram af látlausri siðferðilegri og trúar-
legri alvöru og hreinskilni, en hófstillingin dreg-
ur hvorki úr sannfæringarkrafti þeirra né mynd-
ugleik. Börn finna sannleiksgildi heilræðanna,
er vísa þeim þann veg, sem þau eiga að ganga.
Þá má benda á, að tilfinningavæmni og innan-
tómrar mælsku gætir ekki í vísunum, eins og
stundum í slíkunr heilræðtnn, og verða mörg
börn þeim ennþá fráhverfari af þessum sökum.
Ennfremur veitist börnum auðvelt að heimfæra
mörg heilræðin upp á eigin reynslu eða reynslu
félaga sinna, eins og vísuorðin: „En þvirsinn
heimskur þegja hlýtur" o. s. frv. Sá, sent stendur
frammi fyrir kennara sínum og félögum og veit
ekkert í sinn haus, verður ýmist aumkunarverður
eða hlægilegur, nema hvort tveggja sé. Heilræða-
vísur Llallgríms eru einstæðar í sinni röð í ís-
lenzkum bókmenntum, bæði að hugmyndainn-
taki og listrænu formi og gerð, og ekkert erlent
heilræðakvæði þekki ég, sem tekur þeim fram
eða jafnast á við þær, ekki einu sinni hið fræga
kvæði A. 0verlands, Loven om barnas ære.
Naglasúpan er kunn norsk þjóðsaga. Heftið
lásu 86 drengir og 110 stúlkur. Hún er langvin-
sælasta sagan í þessu hefti, jafnt meðal drengja
og stúlkna. Hún er um 5 bls. með einni mynd
og er fyrsta sagan í heftinu. 44 drengir eða 51.2%
þeirra skipa henni í röð þriggja beztu kaflanna.
11 drengir greiða henni neikvætt atkvæði. 58
stúlkur eða 52.7% þeirra telja hana í röð þriggja
beztu kaflanna. 10 stúlkur greiða henni neikvætt
atkvæði. Sagan er bráðsnjöll: Allslaus flakkari
kemur seint um kvöld til kerlingar einnar, biðst
MENNTAMÁL
85