Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 39
i slíkum skóla, og sjálft valgreinakerfið gerir nánast
ókleift að byggja upp þannig stundatöflu a3 kennslu-
stundir allra nemenda verði samfelldar. En af því leiðir
að í skólanum þarf að vera fyrir hendi vinnuaðstaða
fyrir nemendur milli kennslustunda, lestrarsalir, bóka-
söfn og önnur vinnuherbergi, auk þess sem óhjákvæmi-
legt verður að nemendur fái aðstöðu til að matast í
skólanum. Stefna ber að því að skólinn geti orðið
vinnustaður nemenda og þeir fái þar aðstöðu til að leysa
af hendi alla námsvinnu sína, líka þann hluta hennar
sem venjulega er kallaður heimavinna. Hvað sjálft
kennsluhúsnæðið snertir er aðalatriðið að það sé sveigj-
anlegt og geti iagað sig eftir þörfum skólans ó hverjum
fíma, en skólinn verði ekki knúinn til að laga starfsemi
sína eftir kröfum húsakostsins, eins og nú á sér því
miður of oft stað.
7. Varðandi námsefni og námsbrautir framhaldsskól-
ans vill ráðstefnan taka eftirfarandi fram:
a) Námsbrautir þurfa að vera sem fjölbreyttastar, en
ekki er nauðsynlegt að allar námsbrautir séu til við
alla skóla, heldur gæti ákveðin verkaskipting milli
skólastofnana í sumum tilvikum verið til bóta. Við val
námsbrauta er rétt að tillit sé tekið til sérþarfa at-
vinnulífsins í hverju skólaumdæmi fyrir sig.
b) Markmið námsins á hverri námsbraut, námslok og
réttindi einstakra námsáfanga þarf að skilgreina ná-
kvæmlega í námsskrá. Við gerð námsskrár þarf að
eiga sér stað samvinna fræðsluyfirvalda ríkis og sveit-
arféiaga, atvinnuveganna — bæði heildarsamtök ein-
stakra atvinnugreina, stjórnendur fyrirtækja og laun-
þegasamtaka —, háskóla og ýmissa sérskóla, sér-
fræðinga í einstökum kennslugreinum og síðast en
ekki sízt kennara.
°) Ekki er ástæða til að gera róð fyrir sérstakri afmark-
aðri háskólabraut innan skólans, heldur á stúdents-
próf eða sambærileg námslok að geta orðið eðlileg-
ur lokaáfangi allra námsbrauta.
d) Tryggja þarf að framhaldsskólar alls staðar á landinu
verði sambærilegir í þeim skilningi, að sömu náms-
lok tákni ævinlega sambærilega menntun. Þetta verð-
ur fyrst og fremst að tryggja með samræmdri náms-
skrá, traustri námsstjórn, námseftirliti, og með sam-
ræmdum prófum, þar sem henta þykir.
e) Námsskrá verður aldrei samin í eitt skipti fyrir öll.
Hana þarf sífellt að endurskoða og laga að breyttum
þörfum; nýjar námsbrautir verður að taka upp, þegar
þörf krefur, og aðrar kann að mega leggja niður.
f) Námsskrána þarf að gefa út í aðgengilegu formi
fyrir nemendur og forráðamenn þeirra. Námsskráin
á ekki að vera hernaðarleyndarmál skólayfirvalda og
kennara, heldur opinbert plagg, sem allir hafi greiðan
aðgang að.
9) Við skólana þurfa að starfa námsráðgjafar eftir þörf-
um. Nauðsynfegt er að skilgreina nákvæmlega starfs-
svið þeirra og menntunargrundvöll, en ráðstefnan
vill I því sambandi leggja áherzlu á nauðsyn þess að
slíkir ráðgjafar séu jafnframt kennarar.
h) Við samningu nýs kennsluefnis I hinum ýmsu náms-
greinum þarf að vinna á skipulagðan hátt og er
sjálfsagt að notfæra sér eftir föngum erlenda reynslu
á því sviði, en laga hana þó jafnan að íslenzkum
aðstæðum.
8. Ráðstefnan álítur að vandamálið um viðbótar- og
endurmenntun fullorðinna megi að talsverðu leyti leysa
í tengslum við sameinaðan framhaldsskóla, en leggur
áherzlu á nauðsyn þess að haft sé samstarf við samtök
atvinnui/eganna og launþegasamtök um lausn þess máls.
II. Ályktun um tæknimenntun
1. Samræmd námsskrá — punklakerfi
1. 1. Framhaldsskólastig.
Ráðstefnan telur það grundvallaratriði að samin verði
sem allra fyrst ítarleg námsskrá fyrir allt framhalds-
skólastigið. Verði með henni stefnt að þvi að taka upp
punktakerfi í öllu framhaldsnámi.
Með námsskránni ætti að skips öllu námi, sem fram
er boðið á þessu skólastigi, í hæfilegar einingar eða
námspunkta. Samræmis þarf að gæta í skránni sem
heild, þvi að til að læra samkvæmt tilteknum náms-
punkti I ákveðinni námsgrein, getur verið nauðsynlegt
að hafa áður lokið vissum námspunktum, ekki aðeins í
sömu námsgrein heldur einnig I öðrum námsgreinum,
sem byggja þarf á.
Hér er um umfangsmikið og vandasamt verk að ræða.
Námsskrár, sem nú eru fyrir hendi í skólunum, eru
margar hverjar ónákvæmar og tímabært að endurskoða
þar margt.
Jafnframt því að flokka námsefnið og kljúfa það I hæfi-
lega stórar einingar, sem t. d. gætu svarað til einnar
viku námsvinnu hver eining, yrð! ákveðið, á hvaða
námsgreinum er völ í hverjum skóla. Ekkert er við það
að athuga, að sömu einingar, t. d. i ensku, séu kenndar
í menntaskóla, iðnskóla og vélskóla eða öðrum fram-
haldsskólum. Sama er að segja um námseiningar í því
að sverfa, saga og beygja málma í þessum sömu skól-
um, svo annað dæmi sé nefnt.
Einn af meginkostunum við samræmda námsskrá og
punktakerfi er sá, að unnt verðui að koma í veg fyrir
endurtekningar, sem valda námsleiða og kosta þar að
auki ærið fé í skólahaldi á hverju ári.
Framvegis þarf að tryggja stöðuga og slvökula endur-
skoðun námsskrárinnar, þannig að hún svari sem bezt
kröfum tímans hverju sinni. Ráðstefnan vill sérstaklega
undirstrika þýðingu þessa atriðís fyrir mótun verk- og
tæknimenntunar í landinu af eftirtöldum ástæðum:
a) Samfara hraðri þróun og víðtækum vexti og nútíma
tækni hafa framfarir í verk- og tæknimenntun hér
MENNTAMÁL
97