Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 30
Magnús Sveinsson: Hugleiðing um stærðfræðinám fyrr og síðar 4 ♦ Formáli Ég vil hér í upphafi liefja máls á því, að ég tel það dálítið einkennilegt og jafnvel sérstakt í sögu tímarits um skóla- og menningarmál, að nti um langt árabil hafa ekki komið í Menntamál- um neinar athugasemdir varðandi nýjar kennslu- bækur, frumvörp til laga eða önnur nýmæli, sem boða breytta kennsluhætti í íslenzku skólakerfi. Síðastliðið vor (1971) kom fjöldi greina í dag- blöðunum um hið svokallaða grunnskólafrum- varp. í greinum þessum gerðu höfundar grein fyrir skoðunum sínum á hispurslausan liátt. Einn- ig var nokkuð rætt og ritað um væntanlegar breyt- ingar á kennaranámi, og voru menn þar ekki á einu máli. Engin þessara greina birtist í Mennta- málum. Frá mínum bæjardyrum séð er hér um tvennt að ræða: Ritnefnd Menntamála leyfir ekki nema vissum hópi manna að skrifa í blaðið, eða hitt, að allur fjöldi manna, sem skrifar um ís- lenzk skólamál, telur fráleitt að láta greinar sínar í blað, er fáir lesa. Mörgum kann að virðast J^að furðulegt, að ég skuli gerast svo djarfur að halda því fram, að fáir lesi Menntamál, því að allir kennarar í landinu eru skyldaðir til að kaupa það, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. Greiðsla fyrir blaðið er tekin af launum þeirra ásamt öðr- um greiðslum til félagsmála kennara. Það er auðveldasta aðferðin. Auk Jjess má minna á, að Menntamál er eina blaðið á íslandi (sennilega fyrr og síðar), Joar sem áskrifendur fá enga kvitt- un, er Joeir hafa greitt Joað. Ef til vill segi ég fullmikið, Joegar ég lield Joví fram, að fáir lesi Menntamál. Auðvitað lesa Joeir Menntamál, sem í Joað skrifa, að minnsta kosti sínar eigin greinar, t. d. til Joess að athuga prent- villur og hvar greinin er staðsett í blaðinu. Til Joess, að ég sé ekki talinn alger ósannindamaður í sambandi við Joetta hjal mitt um Menntamál, vil ég benda á það, að ég hef spurt nokkra kenn- ara, hvort þeir lesi þetta rit. Svörin hafa yfirleitt verið á þá leið, að þeir lesi fyrirsagnir og vissar greinar. Að lokum vil ég þó taka Joað fram, að ég hef lesið marga góða grein í Menntamálum, Joótt mér þyki ritið ójoarflega Jounnt og steinrunnið og bera allt annan svip en eldri árgangar Mennta- mála. Um nýmæli í reikningskennslu Það er upphaf Joessa máls, að laust eftir lok síðari heimsstyrjaldar jukust mjög ferðir íslenzkra menntamanna til fjarlægra landa. Sumir voru sendir á kostnað Joess opinbera með nesti og nýja skó og nokkurt skotsilfur til fararinnar. Aðrir fóru á eigin kostnað með lítinn farareyri, og munu þeir áieiðanlega fleiri. Yfirleitt Joræddu menn þessir slóð hinna fornu víkinga, sumir í austurveg allt til Garðaríkis, aðrir fóru í vestur- veg til brezkra og engilsaxneskra þjóða. Sumir komust mun lengra í vesturátt en talið er að Leifur heppni hafi komizt, eða allt til vestur- strandar Ameríku. Eins og eðlilegt má telja, hefur lilutur þessara ágætu manna orðið nokkuð mis- jafn, sumir hlaðið skip sín gulli og gersemum, MENNTAMÁL 88

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.