Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 25

Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 25
hann. En er ekki líklegra, að slíkur sjúklegur ótti eigi oftar djúpstæðari rætur annars staðar en í bókum? OJ'beldi, illska og dauði í ævintýrum geta að vísu hrætt barn, en þar kynnist það samt þessum þáttum veruleikans við aðstæður, sem gera þá bærilegri en ella; og auðvitað langar þau til að verða dálítið hrædd! Ekki virðist því mikil ástæða til að gera mikið úr liræðileik ævintýra- heimsins; e£ til vill mætti öllu heldur tala um hræðslugildi hans. Hér hefur megináherzla verið lögð á þrennt: I) að varhugavert sé í sambandi við barna- og unglingabækur að spyrja: „Hvað þykir nútíma börnum skemmtilegt að lesa?“ og jafnvel: „Hvers konar lesefnis þarfnast nútíma börn helzt?“ (slík spurning getur auðveldlega fætt af sér rniður góða siðgæðiskenningu); 2) að beztu barna- og ung- lingabækurnar liafi almennt og varanlegt gildi fyrir unga sem aldna, vegna þess að höfundar þeirra líta á börn fremur sem fólk en „börn“, þ- e. þeir tala til þeirra sem jafningja; 3) að veru- leikakenndar bókmenntir handa börnum og ung- hngum séu að jafnaði fjær því en frásagnir og lýsingar á ímynduðum ævintýraheimum að þroska °g dýpka veruleikaskyn þeirra. Virðist mér, að hér sé um svo athyglisverð atriði að ræða, að þau verðskuldi sérstaka umræðu, án þess að öðr- 11 m þáttum, sem varða sama efni, sé þar blandað við. RIT UM SAMA EFNI: C- S. Lewis: Of Otlier Worlds, Essays ir Stories, J966. J- R. R. Tolkien: “On Fairy-Stories”, Essays Presented lo Charles Williams, 1947. William Walsli: The Use of Imagination, 1959. Elizabctli Cook: The Ordinary & Tlie Fabulous, 1969. ♦ Símon Jóh. Ágústsson: Lestrarbóka-1 könnun ♦---------—--------------------------------------♦ í liaust mun koma út á vegum Menningarsjóðs ril með þessu hciti eftir liöfund greinarinnar. Byggist ritið á könnun, sem höfundur gerði á útmánuðum 1965 á óviildu úrtaki um 20% 10—14 ára barna í skólum í Reykjavík, alls 1467 nemendum. Er þar kannað viðhorf þeirra við köflum og kvæðum í lestrar- bókunum. Jafnframt fór fram könnun á þvf, sem börn og unglingar lesa í tómstundum sínum, og á mati þeirra á lestrarefninu. Sú könnun nær til óvalins úrtaks um 20% 10—15 ára barna í Reykjavík, eða alls til 1686 nemenda. Tölfræðilegri úrvinnslu og annarri forvinnu við þennan hluta verksins er nú að mestu lokið. Höfundur væntir þess, að hagnýta megi rit lians um lestrarbókakönnunina við heildarendurskoðun lestrarbóka á skyldunámsstiginu, en brýn þörf er á því, að lnin fari sem fyrst fram. Hér á eftir eru stutt sýni úr lestrarbókakönnuninni: Um þrjú kvæði, sem bæði 10 ára drengir og stúlkur skipa í 1.—12. vinsældaröð (úr Skólaljóðunum), og um tvo kafla, sem bæði 10 ára drengir og stúlkur skipa í 1 .—3. vinsældaröð í hverju leshefti, og loks fylgja niðurlagsorð um þá kafla, sem hljóta sameiginlega vinsældir beggja kynja. MENNTAMÁL 83

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.