Menntamál


Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 24

Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 24
er athyglisvert, að höfundinum sjálfum er að- ferðin lítt að skapi, hann er ekki að tjá eigin hug og löngun, á milli hans og „barnanna" eru engin eiginleg, eðlislæg tengsl. Höfundar, sem beita hinum aðferðunum, starfa á öðrum grund- velli. Tjáningu Jjeirra er ekki stýrt af formúlu, heldur er hún samkvæm raunhæfum þörfum annaðhvort höfundanna sjálfra eða tiltekins barns við ákveðnar aðstæður, nema livort tveggja sé. Slik tjáning er bæði sönn og mennsk og höfð- ar ekki siður til margra fullorðinna en barna og unglinga. Höfundarnir starfa á grundvelli hins sammannlega, ekki hins sértæka, samein- ingar, en ekki einangrunar. En hvað er þá átt við með „sammannlegt“ í þessu sambandi? Á hvaða sviði eða sviðum geta börn, unglingar og fullþroska fólk átt andlegt samneyti í raun og veru, notið hins sama með svipuðum hætti? Augljósast svar við þessari spurningu er: Alls staðar, þar sem hnyndunar- aflið fcer notið sín við frjálsa sköpun. J. R. R. Tolkien heíur bent á, að vinsældir ævintýra og furðusagna sé fyrst og fremst að rekja til þess, að þar fær maðurinn að fullu notið liæfni sinnar sem ,,(undir)skapara“ (,,subcreator“); lilutverk hans þar er ekki að taka afstöðu til eða hugleiða þetta líf og þennan heim, heldur að skapa sér nýjan til hliðar við þennan eða á bak við hann, ímyndaðan heim, þar sem önnur lögmál ríkja, önnur hlutföll og afstöður. Að áliti Tolkiens er hér um að ræða frumlæga þörf, sem blundi með hverjum manni á öllum aldursskeiðum, þótt í misríkum mæli sé; hér má einnig benda á, að Jung taldi ævintýrum til gildis, að þau leystu úr læðingi frumlæg hugsunarmynztur úr sam- eiginlegri dulvitund manna; ævintýralestur væri hlýðni við boðorðið gamla: Þekktu sjálfan þig. Kunnugt er, að ýmsir uppeldisfræðingar hafa stundum amazt við ævintýrum og sögum um óraunveruleg efni. Því er haldið fram, að slíkar frásagnir gefi börnum rangar hugmyndir um heiminn, ali á hneigð til flótta frá veruleikanum og hræði þau oft að óþörfu. Tvö fyrrnefndu atriðin eru að mestu byggð á misskilningi. Heim- ur ævintýris er að jafnaði svo ólíkur og óskyldur heimi þess veruleika, sem barnið þekkir og kynn- MENNTAMÁL 82 ist æ því betur sem það þroskast, að lítil liætta er á, að villandi tengsl geti myndazt þar á milli. Aftur á móti má hiklaust fullyrða, að fjöldi sagna með veruleikayfirbragði sé stórum vara- samari og meira villandi. Allar sögur, þar sem börn og unglingar lenda inn í atburðarás, sem ekki ríður í bága við náttúrulögmálin og þar sem allt heppnast á endanum, en sem engu að síður er í mesta máta ósennileg, eru miklu líklegri til að vekja falskar vonir og brengla veruleikaskyn en furður og stórmerki ævintýranna. Svipað má segja um flóttann frá veruleikanum; sögur, sem greina frá einhverju æskilegu, sem gæti ef lil vill gerzt, eru líklegri til þess að teygja börn og þó einkum unglinga burt frá heimi veruleikans inn í falskan heim draumóra heldur en ævintýrin með óvissuleik sínum, óvæntum og fáránlegum atvikum og verum og oft og tíðum yfirnáttúrlegum ógnum og voða. Aftur á móti má segja, að ævintýrasögur heilli með öðrum hætti; þau vekja í hugum lesandans óljósan grun og geig við eitthvað utan seilingar og sjónmáls; í rauninni vísa þau veruleikanum aldrei á bug, heldur dýpka hann og gæða skáldlegum anda. Klettar verða engu óraunverulegri í augum barns, þótt það hafi lesið um álfaborgir; sá lestur gerir þó klettana öllu merkari og meira spennandi en ella; stirðbusalegur drengur, sem les um afrek jafnaldra síns í íþróttum, óskar að líkjast honum og verður vansæll, þegar sögunni lýkur og hann gerir sér aftur grein fyrir veruleikanum; drengur, sem les um iurður hins óraunverulega, er aftur á móti sæll í sjálfri óskinni, því að hugur hans beinist ekki að honum sjálfum, er ekki sjálfleit- inn, eins og oft vill verða við lestur veruleika- kenndrar frásagnar. Síðastnefnda atriðið, að ævintýrasögur veki stundum ótta hjá börnum, felur í sér raunhæfari ásökun en hin fyrrnefndu. Hér verður þó að gera greinarmun á tvenns konar ótta: sjúklegum ótta, þar sem venjulegt liugrekki gagnar ekki lil bjargar, og ótta, sem fylgt getur vitneskju um ýmsar ógnvekjandi staðreyndir lífsins eins og dauða, ofbeldi, jijáningar, hættur, illmennsku o. s. frv. Ef heimur ævintýranna vekur sjúklegan ótta hjá börnum, ber að sjálfsögðu að forðast

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.