Menntamál - 01.04.1972, Blaðsíða 36
Þingvallafarar á áningarstað.
sá því fræi í barnssálina, sem liklegt er til þess að bera
fagran og gæfuríkan ávöxt, en til þess þarf hann að njóta
hagstæðra aðstæðna og skilnings allra, sem hlut eiga að
máli, jafnt hins einstaka þegns og samfélagsins í heild.
Þjóðir Norðurlanda eiga margt sameiginlegt. Þær hafa
í meginatriðum sömu lífsskoðanir og hliðstæða menn-
Ingu. Þær eru vina- og frændþjóðir. Norrænum kennur-
um er því Ijúft að eiga góða samvinnu á sviði uppeldis-
og skólamála. Við islendingar fögnum slíkri samvinnu.
Við höfum margt lært af frændþjóðum okkar.
Samtök okkar, Nordiske Lærerorganisationers Sam-
rád, eru til þess stofnuð að þera saman ráð og efla
skilning og samhug kennara á Norðurlöndum og hafa
vekjandi og mótandi áhrif á framvindu skóla- og upp-
eldismála í löndum okkar.
Það er ósk mín, að kennarar á Norðurlöndum megi
bera gæfu til þess að veita nemendum sínum hagnýta
þekkingu í samræmi við kröfur og þörf hvers tlma, og
vekja með þeim skilning og tilfinningu fyrir hinum sönnu
verðmætum lífsins, sem veita þá andlegu næringu, sem
æskan barfnast og þráir.
Kæru vinir, sem komið um langan veg. Ég vona, að
þessi fundur verði okkur til gagns og ánægju.
MENNTAMÁL
94
i Hávamálum segir:
.. . til góðs vinar
liggja gagnvegir,
þótt hann sé firr farinn.
Verið hjartanlega velkomin.
Þessi stjórnarfundur í Nordiske Lærerorganisationers
Samrád er settur."
Forseti og ritari þingsins.