Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 8
4
V O R I Ð
sýndist og á hina ólíklegustu staði,
en það hafði þær afleiðingar, að þið
vissuð aldrei, livar hlutanna var að
leita. Þeir týndust eða skemmdust,
og sannast að segja var ekki
skemmtilegt að litast um hér í hús-
inu á þeim dögum. Ég býst við, að
móðir ykkar hafi haft þá venju, að
ganga sjálf um húsið og hirða eftir
ykkur þá hluti, sem þið fleygðuð
hér og þar, því að ekki hefur hún
getað látið þá iiggja þar, sem þeir
voru. En nú finnst mér sannast að
segja, að þið vera orðin svo stór, að
þið eigið að geta gætt sjáif þeirra
hluta, sem ykkur koma við, og
gengið frá þeim þar, sem þeir eiga
að vera. Eg skil það mjög vel, að þið
þreytist á þessari reglusemi, og
vegna þess, að ég vil að friður ríki
hér á heimilinu, vil ég að við ger-
um með okkur samning."
,,Já, það er einmitt það, senr við
viljum,“ sagði Adolf.
„Það stendur tóm tunna undir
kjallarastiganum," mælti stjúpmóð-
ir þeirra. „Þegar þið skiljið ein-
hverja hluti við ykkur, föt eða eitt-
hvað annað, þar sem það á ekki að
vera, þá skal ég ékki gera nei'tt veð-
ur út af því og ekki krefjast þess, að
þið látið það allt á sinn stað, held-
ur skal ég kasta því í tunnuna. Við
getum kallað þetta ruslatunnuna.
Og þegar ykkur vantar eitthvað,
jrurfið þið ekki annað en leita J>éss
í tunnunni."
Adolf og Elísa litu dálítið efandi
hvort á annað, en litlu systkinin
tóku jressu samningstilboði með
fögnuði. Síðan var tilboðið sam-
jrykkt og verkfallinu var fokið.
Fyrstu munirnir, sem lentu í
ruslatunnunni, voru verlkfaflsfán-
arnir, sem enginn hirti nú lengur
um.
Adolf og Elísa reyndu í fyrstu að
hafa sæmilega reglu á hlutunum,
því að 'tunnan var bæði djúp og víð,
og það var ekki gott að finna hluti,
sem einu sinni lentu þangað. Það
fór svo, að alitaf hækkaði í tunnu-
skömminni, en því erfiðara reyndist
að finna það, sem vantaði. Stjúp-
móðirin lézt samt vera mjög ánægð
með jretta fyrirkomulag. Hún
minnti þau aldrei framar á að
feggja hlutina á ákveðna staði, og
allt hvarf þetta í tunnuna, bækurn-
ar, blýantarnir, húfurnar, peysurn-
ar, hattarnir, knettirnir, litakass-
arnir, hárböndin og margt og margt
fleira. Allt fór jretta í ruslatunn-
una.
En oft heyrðist kallað: „Hvar er
vasahnífurinn minn? Ég var með
hann rétt áðan, eða: „Hvar er húf-
an mín? Eg lagði lrana þarna á stól-
inn rétt áðan. Og alltaf svaraði
stjúpmóðirin eins: „Hefur þú leit-
að í rusfatunnunni?" Og þá var
ekki um annað að gera en að f’ara
að róta í tunnunni, en það var nú
Ijóta verkið, og svipurinn var ekki
alltaf liýr á þeim, sem var að leita.
F.f tíminn var nú naumur, en ákaf-