Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 22
V O R I Ð
18
enfylkjum liér eftir. Nýi skóla-
meistarinn kemur á morgun. Þetta
er síðasta kennslustund mín í móð-
urmáli voru. Þið verðið að taka vel
eftir."
Orð skólameistarans féllu yl'ir
mig eins og reiðarslag.
Ó, þorparamir! Þetta höfðu þá
verið fréttirnar, sem festar höfðu
\ erið upp á bæjarstjórnarhúsinu.
Síðasta kennslustundin í frönsku!
()g ég — ég — sem ekki kunni einu
sinni að skrifa. Þá gat ég ekkert
lært framar. Hér varð ég þá að
hætta! Nú greip mig sár iðrun. Ég
skammaðist mín nú fyrir að hafa
vanrækt iexíur mínar, en leitað í
þess stað að fuglahreiðrum, eða
rennt mér á ánni. Bækurnar, sem
voru mér áður svo leiðar og erfiðar,
málfræðin og sögur helgra rnanna,
voru nú orðnar gamlir vinir, sem ég
gat ekki skilið við mig. Og svo var
Hamel skólameistari að fara líka.
Hugsunin imi, að h'ann yrði að
fara burtu, að ég fengi aldrei að
sjá hann framar, kom mér til að
gleyma öllu um reglustikuna hans.
Vesalings Hamel! Hann Iiafði
klæðzt viðhafnarfötum sínum í
lotningarskyni við þessa síðustu
kennslustund, og nú fór ég að
skilja, hvers vegna hinir gömlu
borgarar bæjarins sátu jíarna á
bekkjunum aftast í skólastofunni.
Það hlaut að vera vegna jress, að
þeir hörmuðu það einnig nú, að
liafa ekki fært sér betur í nyt þá
fræðslu, sem hér var að fá. Á þenn-
an hátt voru þeir að tjá hinum
gamla kennara sínum þakkir fyrir
fjörutíu ára trúa'og dygga þjónustu
og votta um leið ættbyggð sinni
virðingu og þökk, þeirri ættbyggð,
sem þeir áttu nú ekki lengur.
Meðan ég sat og hugsaði um allt
þetta, lieyrði ég nafn mitt nefnt.
Það átti að hlýða mér ylir. Mikið
hel’ði ég viljað gefa til þess að geta
nú á skilmerkilegan hátt skýrt frá
hinni óttalegu reglu um hluttaks-
orðin, talað hátt og skýrt, án þess
áð reka í vörðurnar. En ég fipaðist,
er ég var að mæla fyrstu orðin.
Þarna stóð ég og liélt mér í borðið.
Hjartað barðist í brjósti mér, og
ekki þorði ég að líta upp. Þá heyrði
ég, að Hamel sagði við mig:
„Eg ætla ekki að \ eita þér neinar
ákúrur, Franz litli. Þér hlýtur að
líða nógu illa samt. Nú sér þú,
hvernig þetta endar. A hverjum
degi höfum við sagt með sjálfum
okkttr: Ég hef nægan tíma. Ég skal
kera á morgun. Og nú sjáið þið,
hverjar afleiðingarnar hafa orðið.
O, þetta er böl okkar hér í Elsaz.
Hér hafa allir frestað lærdóminum
til morguns. Nú hafa þessir náung-
ar þarna úti ástæðu til að segja við
ykkur: Hvernig stendur á því, að
þið látizt vera Frakkar, og þó kunn-
ið þið hvorki að tala eða rita mál
ykkar? En jrú ert ekki sá versti, vesa-
lings Franz. Við megum allir
skammast okkar.