Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 10

Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 10
6 VORIÐ inn af stað og var nú enginn undir- búningur hafður, hvorki nreð ræðu- liöld né fána, og nú var gengið beint á fund stjúpmóðurinnar og iienni tilkynnt þessi ósk. Móðirin kvaðst skyldu losa þau við ruslatunnuna samstundis, og það nreð nrikilli ánægju. Og þetta sanra kvöld pressaði hún lratt Elísu, setti á lrann nýjan borða, svo að hann leit út, eins og hann væri nýr. Upp frá þessum degi konrst allt í sama horfið aftur. Verkfallið lrafði aðeins liaft þær afleiðingar, að börnin reyndu nú hér eftir að gera stjúpmóður sinni allt til hæfis. Nú voru allir lrlutir á sínunr stað. Allt gekk nú miklu betur en áður, og allir voru nú nri'klu glaðari og ánægðari með sjálfa sig en l'yrr. Þýtt af H. J. M. Bréfaskipti. Undirrituð óska eftir að komast í bréfa- samband við pilta eða stúlkur á sama aldri: Sigurborg Björnsdóttir (14 ára). Jóna Björnsdóttir (13 ára). Sjávarborg, Eyrum, Seyðisfirði. Aðalbergur Jóhannsson (19 ára). Ari Aðalbjörnsson (17 ára). Hilmar Jóhannsson (17 ára). Allir til heimilis að Hvammi, Þistilfirði. KRISTJÁN JÓHANNSSON: Sólbráð Fyrsti andblær hins fagra vors freðna strýkur jörð, bræðir snjóinn um hæð og hól, og holt og móabörð. Og gamlir klettar með kunnan svip kasta skuggum á ný. Vermir sólin, en vfíkja á braut vetrarins kólguský. Hlæjandi lítil, ljóshærð börn íér leika í gljúpum snjó, búa til karl og kerlingu, því kapp og 'fjör er nóg. En bækurnar velktu finna frið, því fegurð hins Ijósa dags seiðir og töfrar hvern sólelskan hug, og sorgirnar gleymast stráx. Æskan er „sólelsk og síþyrst“, og svalandi unaðarveig hins dýrlega, draumkennda vors hún drekkur í einum teyg. Sá drungi, er veturinn vakti, er vikinn úr sálunum brott. Á vorin ég veit það — og finn, að vera ungur er gott.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.