Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 14

Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 14
10 VORIÐ Jslenzli trjágöng. Vaðlareitinn gefa sérstaklega góða von um, að þar verði fallegur skóg- ur í framtíðinni. Þá hefur félagið á þrem sk árum fengið 10 hektara land við Steinagerði í Kjarnalandi og hefur hafizt þar lianda um und- irbúning að uppeldisstöð fyrir trjá- plöntur, en þær hefur mjög skort undanfarin ár. Eignir félagsins eru nú um 68 þús. krónur, og er áætlað, að allmikið af þeirri upphæð gangi til uppeldisstöðvarinnar við Steina- gerði á þessu ári. í þessu félagi er unnið merkilegt starf fyrir framtíð landsins okkar. Börn á Akureyri og í Eyjafirði geta stutt félagið með því að hjálpa til við að gróðursetja trjáplöntur á vor- in í skógreitum félagsins. Er það skemmtilegt verk í góðu veðri með glöðum félögum. Skógrækt ríkisins. Yfirstjórn allra skógræktarmála landsins er í höndum Skógræktar rfkisins. Skógræktarstjóri er yfir- maður þeirrar stofnunar. Eitt af verkum skógræktarinnar er að ala upp trjáplöntur handa landsmönn- um, bæði til skógræktar við hús og heimili og í nýja skóga og trjálundi. Undanfarin ár hafa helztu uppeld- isstöðvar fyrir trjáplöntur verið á Hallormsstað, í Vaglaskógi og Múlakoti í Eljótshlíð. Hefur á þess- um stöðum verið framleitt talsvert yfir 200.000 trjáplöntur árlega, en hefur ekki fullnægt eftirspurninni.

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.