Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 34

Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 34
30 VORIÐ ekki tekið okkur neitt fyrir hendur. En þó kom okkur saman um að reyna að hlusta, ef verða mætti, að við heyrðum banaskotið, þegar Sleipnir yrði felldur. Við lágum uppi á baðstofuveggn- um, mændum upp að Litla-Dal og hlustuðum. Svo hljótt var á þessum einkennilega verði, að ég held að við höfum Jieyrt okkar eigin hjörtu slá. Þegar við þurftum einhverju öðru að sinna, skiptumst við á að vera á verði. Mamma mun hafa séð, hvernig okkur var innanbrjósts og lét okkur því að mestu sjálfráð þennan dag, og ég held að foreldr- um okkar hafi ekki heldur liðið vel. Um nónbil þóttumst við öll beyra byssuskot. Það hlaut að vera bana- skotið. Þá var einum vininum færra í þessum heimi. Við skriðum þegj- andi niður af baðstofuveggnum og skildum. Við gátum ekkert sagt og vildum því vera ein með sorg okkar og tár. En tíminn græðir llest sár, og hann breiddi einnig yfir sársauka þessa dags. Eftir lifir aðeins minn- ingin. En á björtum og fögrum október- dögum kemur það stundum fyrir, að mér finnst ég vera orðinn lítill, sorgmæddur drengur, þá stend ég sunnan við baðstofuvegginn í Torf- mýri og liorfi á eftir svörtum hesti, sem ég er að kveðja í síðasta sihn. Það var mín fyrsta, stóra sorg. H.J. M, Herra Trassi og frú Leti Herra Trassi og frú Leti eru leið- indah jú, sem oft eru á ferð og víða koma. Herra Trassi getur jafnvel haft jrað til að setjast aftan við þig í skólastofunni, þegar þú ert að reikna, skrifa eða teikna og hvísla að þér: „Þú þarft ekki að vera að vanda þig við þetta. Blessaður, reyndu bara að koma þessu af.“ Og Leti er oft á ferð með þessum vini sínum. Annars er hún oftast á ferð seinni hluta dagsins. Hún þorir sjaldan að koma í skólann til þín, en þegar þú átt að fara að læra undir morgundaginn heima, þá kemur hún í gættina og segir fjarska vingjarnlega: ,,Mikið held ég að hún sé leiðin- leg þessi málfræði. Ég tala nú ekki um landafræðina, söguna og nátt- úrufræðina. Eg er alveg liissa á, að þú skulir nenna að liggja yfir þessu. Þú ættir heldur að koma út og leika þér, vesalingurinn.“ Það er þessi sama kerling, sem fær þig til að vera heima, þegar þú átt að fara á stúkufund eða skáta- fund, og það er hún, sem hvíslar þvi að þér, að þú skulir ekki taka í mál að fara að taka að þér nein störf í stúkunni þinni eða skátafélaginu. , Þú getur það ekki,“ segir hún. „Þú mátt ekki vera að því. Þú þarft að hafa svo mikið fyrir því.“

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.