Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 5
VORIÐ
Þegar börnin gerðu verkfall
,,Nei, nú þoli ég þetta ekki leng-
ur! Hvað á þessi nákvæmni og af-
skiptasemi á öllum sviðum að
þýða?“ mælti Adolf um leið og
hann fleygði sta'kknum sínum á
stól, knattrénu á gólfið og lagðist
sjálfur í legubekkinn, og þrjózkan
og óánægjan skinu úr sveittu og
sólbrenndu andliti hans.
,,Já, hvað ætlar þú að gera, Adolf,
þegar hún kemur heim og segir:
„Láttu hattinn þinn á sinn stað, Ad-
olf, og gerðu svo vel og hengdu
stakkinn þinn á snagann. Láttu síð-
an knattréð við vegginn í eldiviðar-
kja]laranum,“ sagði Elísa systir hans
og reyncþ að herma eftir stjúpu
sinni.
„Ég ætla að svara því til, að ég
skuli gera það, ef ég megi hvíla mig
litla stund fyrst,“ mælti Adolf.
„Hennar vegna hef ég mátt þeytast
um húsið þvert og endilangt, síðan
hún kom hingað. Eg veit ekki, hvað
oft hún hefur rekið mig fram til að
þurrka af skónum sínum, eða
hengja upp Iiattinn minn, eða
bursta s'kóna mína og fleira þess
háttar. Nú er ég orðinn þreyttur á
þessu öllu saman, og nú vil ég ráða
mér sjálfur."
„Ég er líka þreytt á þessu öllu,“
mælti Elísa. „Þegar ég háttaði í
gærkveldi, lagði ég fötin mín frá
mér, eins og venjulega. Til allrar
hamingju kom hún ekki inn til
mín, en hefði hún gert það, er ég
viss um, að hún hefði rekið mig
upp úr rúminu til að raða fötunum
eftir vissum reglum.“
„Mannna okkar heimtaði þetta
aldrei af okkur," mælti Adolf og
andvarpaði.
„Nei, og þó var hér alltaf hreint
og þrifalegt,“ sagði Elfsa. „Ekki
kannske alveg eins hreint og fágað
og hjá þessari nýju móður okkar —
en ég vildi nú heldur fá að njóta
meira frelsis og ntega ráða mér
meira sjálf. Það er leiðinleg þessi