Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 28
V O R I «
Keisarinn og bóndinn
Um miðja 16. öld ríkti keisari
einn í Rússlandi, er ívan hét. Hann
hafði þann sið að dulbúast stöku
sinnum og ganga þannig milli
þegna sinna, til að kynnast þeim
betur.
Dag nokkurn gekk hann þannig
búinn út úr borg sinni og lagði leið
sína til þorps eins, sem lá nokkuð
fyrir utan borgarmúrana. Hann
lézt vera fátækur ferðamaður, er
væri örmagna orðinn af hungri og
þreytu. Klæði lians voru tötraleg og
hann leit út fyrir að vera mjög hrör-
legur og illa á sig kominn. F.n íbúar
þorpsins létu það ekki á sig fá, því
að hvar sem hann kom og bað um
hjálp, var honum vísað frá með
liáði og spotti. Þegar liann var í
]:>ann veginn að yfirgefa þorpið,
hryggur og reiður yfir þessaii með-
ferð, kom hann auga á fátæklegan
kofa yzt í þorpinu. Keisarinn hrað-
aði för sinni þangað og barði að
dyrum. Húsráðandi opnaði dyrnar
skjótt og spurði vingjarnlega, hvert
erindi hans væri. „Ég er að dauða
kominn af hungri og þreytu," mælti
keisarinn. ,,í guðs bænum gef mér
eitthvað að borða.“ ,,Æ,“ sagði
bóndinn, „þér komið á óhentugum
tírna, því að konan mín er veik, en
komið samt inn. Það skal enginn
geta sagt, að fátæklingur hafi verið
rekinn frá mínum dyrtvm."
Því næst fylgdi bóndinn keisaran-
um inn í lítið herbergi. „Bíðið hér,“
hvíslaði bóndinn að keisaranum,
,,ég skal reyna að útvega yður eitt-
hvað að borða.“ Því næst gekk hann
út, en kom skjótt aftur með mat á
diski, tvö egg og Iítiö eitt af brauði.
„Hér kem ég nreð allt það, sem ég
get gefið yður,“ sagði hann. „Etið
þetta á meðan ég fer og hjúkra
konu minni.“
Hálfri klukkustund síðar kom
hann aftur og bar þá smábarn eitt í
fanginu, sem átti að skíra daginn
eftir. Keisarinn horfði á barnið og
mælti: „Ég sé af andliti þessa barns,
að gæfan mun fylgja því.“ Bóndinn
brosti við þessum spádómi, en í
sarna bili konru tvær eldri systurn-
ar inn, kysstu föður sinn og buðu
honum góða nótt. Litla barnið var
nú aftur borið inn til móður sinn-
ar, en húsbóndinn lagðist í hálmflet
á gólfinu og bauð hinum ókunna
gesti að hvílast þar hjá sér. Hann
þáði það og eftir litla stund var
bóndinn sofnaður værum svefni.
Þeir vöknuðu báðir um sólarupp-
komu. Ókunni maðurinn kvaddi
gestgjafa sinn og mælti: „Ég fer nú
til Moskvu, en þar á ég mikilsmet-
inn og auðugan vin. Það mun áreið-
anlega gleðja liann, er hann heyrir,
live vel þú hefur reynzt nrér. Ég
ætla að biðja hann að vera skírnar-