Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 23

Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 23
VORIÐ 19 Foreldrar ykkar létu sér t. d. ékki nógu annt um, að þið lærðuð. Þeir \ ildu heldur setja ykkur í landbún- aðarvinnu eða malarastörf, til þess að fá meiri peninga fyrir ykkur. Og ég — A mér Iivíla einnig þungar sak- ir. Hef ég ekki stundum sent ykkur til að vökva blómin mín, í stað þess að ]áta ykkur læra? Og gaf ég ykkur ekki stundum frí, þegar mig lang- aði til að fara á’ veiðar? Hamel talaði lengi og kom víða við. Hann talaði um franska tungu og taldi Iiana fegurstu tungu í heimi. Hann brýndi fyrir okkur að gæta hennar og varðveita, eins og helgidóm. Síðan opnaði hann mál- Iræðina og tók að tala um lexíu dagsins. Mig furðaði nú á, hve vel ég skildi allt. AHt, sem hann sagði virtist mér nú svo auðvelt og auð- skilið. Ég held, að ég hafi heldur aldrei ldustað eins vel og þessa stund. Ég held einnig, að hann Iiafi aldrei lagt sig eins mikið fram um að útskýra Iivað eina og sýna þolinmæði. Það var eins og bless- aðan karlinn langaði til að kenna okkur allt. sem hahn vissi, áður en hann hyrfi brott. Þegar útrætt var um málfræðina, lét hann okkur skrifa litla stund. Hann 'kom með nýja forskrift þenn- an dag með forkunnarfagurri rit- liönd: Frakkland, Elsaz, Frakkland. Elsaz. Þessi orð stóðu þarna fyrir framan okkur eins og fánar. Og þið hefðuð átt að sjá, hvernig allir kepptust við. Allt var kyrrt og hljótt. Ekkert heyrðist, nema urgið í pennunum, þegar þeir strukust við pappírinn. E-itt sinn kornu nokkrar stórar flugur og settust í gluggann. Enginn veitti því nú eft- irtekt, ekki einu sinni minnstu strákarnir. Dúlurnar kurruðu úti á þakinu, og ég hugsaði með sjálfum mér: Skyldu þeir kenna dúfunum að kurra á þýzku? í hvert skipti, sem mér varð litið upp frá skriftinni, sá ég Hamel sitja á stóli sínum og skima í allar áttir. Það var eins og hann væri að festa í luiga sér, hvernig allt liti út í gömlu skólastofunni. Þarna hafði hann starfað í fjörutíu ár, með garðinn fyrir utan gluggann og börnin fyrir framan sig, alveg eins og nú. Borðin og bekkirnir höfðu aðeins látið á sjá. Það hlaut. að taka liann sárt að þurfa að skilja við allt þetta. Hann heyrði lika til systur sinnar uppi á loftinu vera að láta niður í koffort- in þeirra, því að næsta dag ætluðu þau að hverfa úr landi. En þrek hans var óbilað. Hann hélt áfram að hlýða yfir, unz öllu var lokið. Þegar við höfðunr lokið \ið að skrifa, hlýddi hann yfir sög- ttna. Þar á eftir fóru yngstu krakk- arnir að stafa: ba, bé, lró, bi, bú. Aftast í stofunni sat Hósi gamli,eins og lítill drengur. Hann hafði nú sett upp gleraugun, hélt á stafrófs- kverinu með báðum höndunr og stafaði nreð litlu krökkunum. Allir

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.