Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 33

Vorið - 01.03.1947, Blaðsíða 33
V O R I « ÞEGAR SLEIPNIR DÓ Hann hét Sleipnir og var svartur að lit, fyrsti hesturinn okkar, sem ég man eftir. Oft var hann búinn að bera okkur systkinin á bakinu, ým- ist eitt og eitt, eða öll þrjú í einu. Og svo öruggur var hann, að aldrei bar neitt út af, hversu ógætilega, sem við fórum. Enda höfðum við fest svo mikla ást við liann, að við litum næstum því á hann, eins og einn af fjölskyldunni. Það hvarflaði því aldrei að okkur, að hann yrði nokkurn tíma frá okkur tekinn. Við áttum hann og hann átti okkur. Þannig hiaut það alltaf að verða. En því meira varð áfallið, þegar við fengum ávæning af því einn dag um haustið, að Sleipnir ætti að deyja. — Sleipnir að deyja! — Það var ómögulegt! Þessi elskulegi vinur okkar, sem hafði verið förunautur okkar og félagi, frá því við mund- um fyrst eftir okkur. Hversu oft höfðum við ekki tek- ið fallega, svarta höfuðið lians og lagt það undir vanga okkar. Við höfðum ótal sinnum horft í brúnu, lallegu og bliðlegu augun hans og strokið mikla svarta toppinn frá enninu. Og hversu oft hafði hann ekki stungið snoppunni sinni vina- lega í lófa okkar til að leita að brauðskorpu, eða þá blátt áfram vinarbótum okkar. Gat það átt sér stað, að það ætti að taka hann frá okkur? — Jú, það hlaut að vera satt, því að pabbi hafði sagt það og mamma líka. Pabbi sagði, að hann væri orðinn svo gamall, að hann gæti ekki lifað lengur. Enn liðu nokkrir dagar og ef til vill vikur, ég man það ekki glöggt. Það var ekki minnst á þetta aftur. Það var umræðuefni, sem enginn óskaði eftir. En þegar við sáurn Sleipni þessa daga, greip okkur ein- hver undarlegur klökkvi. Og svo kom hann þessi dagur, sem ég gleymi aldrei. Það var yndis- fagur haustdagur í október, eins og slíkir dagar geta fegurstir orðið í Skagafirði. Pabbi hafði selt Sleipni til afsláttar upp að Litla-Dal, því að engum kom til hugar, að við gæt- um borðað kjötið af þessum heimil- isvini o’kkar. Vinnumaður frá Litla-Dal sótti Sleipni um morguninn, skömmu fyrir hádegi. Ég ætla ekki að reyna að lýsa kveðjustundinni og heldur ekki þeirri djúpu sorg og söknuði, sem yfir okkur kom, þegar við sáum á eftir honum í síðasta sinn suður mýrarnar. Og nú, eftir meir en 40 ár, vakir þessi haustdagur í huga mér ,eins og einn hinn ömurlegasti, sem ég man, þrátt fyrir alla þá dýrð, sem náttúran tjaldaði Jrennan dag. Við systkinin vorum eirðarlaus allan daginn eftir Jretta og gátum

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.